Lífið

Twi­light-leikari og kærasta hans fundust látin

Atli Ísleifsson skrifar
Leikarinn Gregory Tyree Boyce í Los Angeles árið 2012.
Leikarinn Gregory Tyree Boyce í Los Angeles árið 2012. Getty

Bandaríski leikarinn Gregory Tyree Boyce, 30 ára, og Natalie Adepoju, 27 ára gömul kærasta hans, fundist látin í íbúð sinni í Las Vegas þann 13. maí síðastliðinn. Frá þessu segir í frétt Sky News.

Boyce fór með hlutverk Tyler Crowley í fyrstu kvikmyndinni í Twilight-myndaflokknum frá árinu 2008.

Bandarískir fjölmiðlar segja að ekki liggi fyrir hvað hafi dregið þau Boyce og Adpoju til dauða. Þau láta bæði eftir sig barn úr fyrri samböndum, en Boyce átti dóttur og Adepoju son.

„Hann var pabbi, sonur, barnabarn, bróðir, frændi og vinur. Hann var birtan í lífi okkar og við erum miður okkar vegna fráfalls hans,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu Boyce, að sögn TMZ.

Persóna Boyce í Twilight-myndinni ók bílnum sem var nærri því að keyra á Bellu (Kristen Stewart) í myndinni. Edward (Robert Pattinson) tókst hins vegar að bjarga Bellu með því að stöðva bílinn með handafli.

Boyce fór einnig með hlutverk í myndinni Apocalypse frá árinu 2018.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.