Innlent

Eldur kviknaði út frá upp­þvotta­vél

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykræsta þurfti íbúðina.
Reykræsta þurfti íbúðina. Vísir/vilhelm

Eldur kviknaði út frá uppþvottavél í fjölbýlishúsi í Fossvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Búið var að slökkva eldinn er lögregla kom á vettvang, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Mikill reykur var í íbúðinni og slökkvilið reykræsti.

Þá var tilkynnt um mikla fíkniefnalykt koma frá íbúð í fjölbýlishúsi í Háaleitis- og Bústaðahverfi á níunda tímanum í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að afskipti hafi verið höfð af húsráðanda og hann grunaður um vörslu fíkniefna eftir að hafa „framvísað ætluðum fíkniefnum“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×