Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 21:24 Vigdís Hauksdóttir var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vigdís sagði ástandið vegna Sundabrautar orðið grafalvarlegt. „Ég fór fyrir helgi upp í Gufunes til að sjá þar framkvæmdir því mér var bent á að þar væri ekki allt með felldu,“ sagði Vigdís og talaði um nýja uppbyggingu umhverfisvænna íbúða á vegum borgarinnar í Gufunesi. „Það má segja að það sé komið alveg upp að legu Sundabrautar eins og hún var skipulögð samkvæmt aðalskipulagi. Nú er Dagur og meirihlutinn í Reykjavík enn á ný að þrengja að Sundabraut þarna megin frá,“ sagði Vigdís. Gert hefur verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Lagning Sundabrautar var talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar uppbygging hófst þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. Borgarfulltrúinn rifjaði upp orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Sundabraut þegar að Kjalarnes sameinaðist Reykjavík á síðustu öld og ummæli borgarstjóra á fundi fyrir kosningar þar sem hann sagði talaði um mikilvægi Sundabrautar. Markviss skemmdarverk gerð vegna ofuráherslu á Borgarlínu „Hún hefur ekki komið. Þvert á móti hefur stefnunni hjá þessu fólki sem stýrir borginni verið breytt og hún slegin út af borðinu í skömmtum, bara hjá Reykjavíkurborg,“ segir Vigdís. „Það eru markviss skemmdarverk gerð á því af hálfu borgarstjóra og meirihlutans í borginni að Sundabraut verði aldrei að veruleika. Ástæðan er þessi ofuráhersla á borgarlínu,“ sagði borgarfulltrúinn. Vigdís sagðist þá ætla að lýsa yfir vantrausti yfir samgönguráðherra og borgarstjóra vegna málsins. Sagði Vigdís að Dagur og Sigurður væru með framgöngu sinni að bregðast þjóðinni. „Sundabraut er fyrst og fremst öryggisventill hér inn og út úr borginni. Ef einhver vá kæmi upp hér í Reykjavík er engin flóttaleið til fyrir okkur sem búum hér vesta Elliðaár. Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Vigdís. „Eina vonum sem við höngum í núna er sú að vegamálastjóri sinni sínu hlutverki og grípi inn í,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík síðdegis í dag.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sundabraut Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira