Innlent

Umferðin að færast í sama horf og fyrir faraldur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rýmkun á samkomubanni hefur leitt til aukinnar umferðar á höfuðborgarsvæðinu
Rýmkun á samkomubanni hefur leitt til aukinnar umferðar á höfuðborgarsvæðinu

Í síðustu viku nálgaðist umferðin á höfuðborgarsvæðinu mjög þá umferð sem var á sama tíma fyrir ári. Tölur frá Vegagerðinni gefa þetta til kynna.

Að því er virðist leiðir rýmkun á samkomubanni vegna kórónuveirunnar hratt til aukningar í umferðinni. Í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar kemur fram að umferðin hefur aukist mjög samhliða rýmkun á samkomubanni. Samdráttur í umferðinni á milli ára er einungis rétt rúmlega fjögur prósent, ef síðasta vika er borin saman við sömu viku fyrir ári.

Samdrátturinn er mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk eða rúmlega fjórtán prósent en minnstur er hann á Reykjanesbraut, við Dalveg í Kópavogi, eða 0,3%. Þannig má segja að umferðin á Reykjanesbrautinni sé að verða sú sama og hún var fyrir kórónuveirufaraldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.