Fótbolti

Sportpakkinn: Fyrrverandi leikmaður Barcelona gerði Real Madrid grikk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristian Tello skoraði sigurmark Real Betis gegn Real Madrid.
Cristian Tello skoraði sigurmark Real Betis gegn Real Madrid. vísir/getty

Cristian Tello tryggði Real Betis óvæntan sigur á Real Madrid, 2-1, á Estadio Benito Villamarín í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikinn.

Real Madrid þurfti að vinna Real Betis á útivelli til að endurheimta toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Gestirnir frá Madríd lentu í miklum vandræðum gegn Betis sem hafði ekki unnið leik frá 19. janúar.

Brasilíski varnarmaðurinn Sidnei kom Betis yfir með föstu skoti í slá og inn á 40. mínútu.

Hann kom aftur við sögu í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann braut á landa sínum, Marcelo, innan vítateigs. Karim Benzema fór á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Joel Robles í marki Betis.

Á 82. mínútu fékk Tello sendingu inn fyrir vörn Real Madrid frá Andrés Guardado og setti boltann af öryggi í netið. Tello er fyrrverandi leikmaður Barcelona og hefur væntanlega ekki leiðst að skora gegn Real Madrid.

Madrídingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum, gegn Börsungum á Santiago Bernabéu um síðustu helgi.

Real Madrid er með 56 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Barcelona þegar ellefu umferðir eru eftir. Betis er í 12. sæti deildarinnar með 33 stig.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid missteig sig í Andalúsíu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×