Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Tryggvi Páll Tryggvason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 16. apríl 2020 11:12 Frá Alþingi í dag. Jón Þór taldi 26 manns en hér má sjá átján þingmenn. Vísir/Egill Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira