Innlent

Blíðviðrið heldur áfram

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það ætti að viðra vel til útiveru í dag og á morgun að minnsta kosti.
Það ætti að viðra vel til útiveru í dag og á morgun að minnsta kosti. Vísir/Vilhelm

Blíðviðrið sem verið hefur síðustu daga heldur áfram víðast hvar á landinu í dag að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Það er spáð hægri austlægri eða breytilegri átt og léttskýjuðu í flestum landshlutum en skýjuðu með köflum framan af degi og stöku skúrir austantil.

Morgundagurinn verður keimlíkur en þó mun þykkna upp sunnantil með skúrum og þá einkum við sjóinn. Áfram verður milt í veðri, hiti á bilinu fimm til þrettán stig yfir daginn, svalast norðaustan- og austanlands.

„Skil munu síðan ganga yfir landið á miðvikudag og fyrripart fimmtudags með ákveðinni suðaustanátt og rigningu, einkum sunnan- og vestanlands. Nokkur hlýindi fylgja þessum skilum og mun hlýja loftið staldra við fram á helgina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 10-15 syðst. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og stöku skúrir austan- og suðaustanlands.

Sunnan 3-8 m/s á morgun, en austan 10-15 með suðurströndinni. Skýjað sunnantil og skúrir, einkum við sjóinn, en annars léttskýjað.

Hiti 5 til 13 stig að deginum, svalast á Norðaustur- og Austurlandi.

Á þriðjudag:

Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað með köflum suðvestantil. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.

Á miðvikudag:

Ákveðin suðaustlæg átt og rigning, en hægari og væta með köflum norðanlands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):

Suðlæg átt og dálítil væta í flestum landshlutum, en léttir til er líður á daginn. Hlýnandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.