Sinubruni lagði náttúruperlu í Grafarholti í hættu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 00:25 Ekki mátti miklu muna að skógurinn í Leirdal í Grafarholti yrði eldinum að bráð. Vísir/Jóhann K. Mikill sinubruni komu upp á grænu svæði í Leirdal í Grafarholti á tólfta tímanum. Var eldurinn það mikill að íbúar í hverfinu flykktust að þegar slökkvilið var á leið á vettvang. Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að staðan hafi ekki verið góð þegar slökkvilið bar að. „Hún leit ekki alveg vel út. Það var góður reykur hérna yfir byggðina og svo þegar við komum að þá var allt fullt af trjám þannig að við áttuðum okkur ekkert á því þetta litli út,“ segir Þórir. Svæðið er miðsvæðis í Grafarholti, í Leirdal þar sem meðal annars Þrettándabrenna hverfisins fer fram. Svæðið stendur austast við golfvöllinn í Grafarholti. Þórir segir vind hafa verið á svæðinu og að sem betur fer hafi hann ekki verið mikill. „Það var alveg séns að þetta hefði getað borist hratt yfir. Hér erum við með sinu og nóg af gróðri og trjám, sem vonandi er ekki mikið skemmt,“ segir Þórir. Um tíma lagði var náttúruperla í Leirdal í Grafarholti í hætti. Ekki þurfti mikið til að eldurinn breiddist út.Vísir/Jóhann K. Sinubrunar því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða Þórir segir að slökkvilið hafi fljótt náð að slá á eldinn. Lítil hætta hafi verið á ferðum en gróður í hættu. Sinubrunar séu því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða. „Það fylgir þessu. Þannig að við skulum ekki tala mikið um þetta. En það er búið að vera töluvert síðustu daga,“ segir Þórir. Útkallið í kvöld er ekki það fyrsta hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrír aðrir sinubrunar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðan mannskap þurfti til að sinna útkallinu í Grafarholti. „Við komum frá tveimur stöðvum og vorum með tankbíl. Það er mjög erfitt að eiga við svona í gróðrinum. Svo var annar tankbíll á leiðinni frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði sem við snerum við þegar við vorum búnir að ná tökum á þessu,“ segir Þórir. Töluverðan mannskap og tækjabúnað þurfti til þess að ná tökum á eldinum.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Mikill sinubruni komu upp á grænu svæði í Leirdal í Grafarholti á tólfta tímanum. Var eldurinn það mikill að íbúar í hverfinu flykktust að þegar slökkvilið var á leið á vettvang. Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að staðan hafi ekki verið góð þegar slökkvilið bar að. „Hún leit ekki alveg vel út. Það var góður reykur hérna yfir byggðina og svo þegar við komum að þá var allt fullt af trjám þannig að við áttuðum okkur ekkert á því þetta litli út,“ segir Þórir. Svæðið er miðsvæðis í Grafarholti, í Leirdal þar sem meðal annars Þrettándabrenna hverfisins fer fram. Svæðið stendur austast við golfvöllinn í Grafarholti. Þórir segir vind hafa verið á svæðinu og að sem betur fer hafi hann ekki verið mikill. „Það var alveg séns að þetta hefði getað borist hratt yfir. Hér erum við með sinu og nóg af gróðri og trjám, sem vonandi er ekki mikið skemmt,“ segir Þórir. Um tíma lagði var náttúruperla í Leirdal í Grafarholti í hætti. Ekki þurfti mikið til að eldurinn breiddist út.Vísir/Jóhann K. Sinubrunar því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða Þórir segir að slökkvilið hafi fljótt náð að slá á eldinn. Lítil hætta hafi verið á ferðum en gróður í hættu. Sinubrunar séu því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða. „Það fylgir þessu. Þannig að við skulum ekki tala mikið um þetta. En það er búið að vera töluvert síðustu daga,“ segir Þórir. Útkallið í kvöld er ekki það fyrsta hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrír aðrir sinubrunar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðan mannskap þurfti til að sinna útkallinu í Grafarholti. „Við komum frá tveimur stöðvum og vorum með tankbíl. Það er mjög erfitt að eiga við svona í gróðrinum. Svo var annar tankbíll á leiðinni frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði sem við snerum við þegar við vorum búnir að ná tökum á þessu,“ segir Þórir. Töluverðan mannskap og tækjabúnað þurfti til þess að ná tökum á eldinum.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira