Sinubruni lagði náttúruperlu í Grafarholti í hættu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 00:25 Ekki mátti miklu muna að skógurinn í Leirdal í Grafarholti yrði eldinum að bráð. Vísir/Jóhann K. Mikill sinubruni komu upp á grænu svæði í Leirdal í Grafarholti á tólfta tímanum. Var eldurinn það mikill að íbúar í hverfinu flykktust að þegar slökkvilið var á leið á vettvang. Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að staðan hafi ekki verið góð þegar slökkvilið bar að. „Hún leit ekki alveg vel út. Það var góður reykur hérna yfir byggðina og svo þegar við komum að þá var allt fullt af trjám þannig að við áttuðum okkur ekkert á því þetta litli út,“ segir Þórir. Svæðið er miðsvæðis í Grafarholti, í Leirdal þar sem meðal annars Þrettándabrenna hverfisins fer fram. Svæðið stendur austast við golfvöllinn í Grafarholti. Þórir segir vind hafa verið á svæðinu og að sem betur fer hafi hann ekki verið mikill. „Það var alveg séns að þetta hefði getað borist hratt yfir. Hér erum við með sinu og nóg af gróðri og trjám, sem vonandi er ekki mikið skemmt,“ segir Þórir. Um tíma lagði var náttúruperla í Leirdal í Grafarholti í hætti. Ekki þurfti mikið til að eldurinn breiddist út.Vísir/Jóhann K. Sinubrunar því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða Þórir segir að slökkvilið hafi fljótt náð að slá á eldinn. Lítil hætta hafi verið á ferðum en gróður í hættu. Sinubrunar séu því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða. „Það fylgir þessu. Þannig að við skulum ekki tala mikið um þetta. En það er búið að vera töluvert síðustu daga,“ segir Þórir. Útkallið í kvöld er ekki það fyrsta hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrír aðrir sinubrunar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðan mannskap þurfti til að sinna útkallinu í Grafarholti. „Við komum frá tveimur stöðvum og vorum með tankbíl. Það er mjög erfitt að eiga við svona í gróðrinum. Svo var annar tankbíll á leiðinni frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði sem við snerum við þegar við vorum búnir að ná tökum á þessu,“ segir Þórir. Töluverðan mannskap og tækjabúnað þurfti til þess að ná tökum á eldinum.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Mikill sinubruni komu upp á grænu svæði í Leirdal í Grafarholti á tólfta tímanum. Var eldurinn það mikill að íbúar í hverfinu flykktust að þegar slökkvilið var á leið á vettvang. Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að staðan hafi ekki verið góð þegar slökkvilið bar að. „Hún leit ekki alveg vel út. Það var góður reykur hérna yfir byggðina og svo þegar við komum að þá var allt fullt af trjám þannig að við áttuðum okkur ekkert á því þetta litli út,“ segir Þórir. Svæðið er miðsvæðis í Grafarholti, í Leirdal þar sem meðal annars Þrettándabrenna hverfisins fer fram. Svæðið stendur austast við golfvöllinn í Grafarholti. Þórir segir vind hafa verið á svæðinu og að sem betur fer hafi hann ekki verið mikill. „Það var alveg séns að þetta hefði getað borist hratt yfir. Hér erum við með sinu og nóg af gróðri og trjám, sem vonandi er ekki mikið skemmt,“ segir Þórir. Um tíma lagði var náttúruperla í Leirdal í Grafarholti í hætti. Ekki þurfti mikið til að eldurinn breiddist út.Vísir/Jóhann K. Sinubrunar því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða Þórir segir að slökkvilið hafi fljótt náð að slá á eldinn. Lítil hætta hafi verið á ferðum en gróður í hættu. Sinubrunar séu því miður eitt af hefðbundnum vorverkum slökkviliða. „Það fylgir þessu. Þannig að við skulum ekki tala mikið um þetta. En það er búið að vera töluvert síðustu daga,“ segir Þórir. Útkallið í kvöld er ekki það fyrsta hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrír aðrir sinubrunar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðan mannskap þurfti til að sinna útkallinu í Grafarholti. „Við komum frá tveimur stöðvum og vorum með tankbíl. Það er mjög erfitt að eiga við svona í gróðrinum. Svo var annar tankbíll á leiðinni frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði sem við snerum við þegar við vorum búnir að ná tökum á þessu,“ segir Þórir. Töluverðan mannskap og tækjabúnað þurfti til þess að ná tökum á eldinum.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira