Í beinni í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2020 06:00 Robert Lewandowski er markahæstur í Meistaradeild Evrópu og Þýskalandi. vísir/getty Tvö af þeim fimm liðum sem oftast hafa unnið Meistaradeild Evrópu, eða forvera hennar, verða á ferðinni í kvöld þegar tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum keppninnar. Chelsea tekur á móti Bayern München á Stamford Bridge. Bayern á fimm Evrópumeistaratitla í sínu safni en vann keppnina síðast árið 2013, ári eftir eina Evrópumeistaratitilinn sem Chelsea hefur unnið. Leikmenn Chelsea þurfa að koma böndum á Robert Lewandowski. Pólverjinn er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur, ásamt Erling Braut Haaland, með 10 mörk og hefur auk þess varla spilað leik án þess að skora í þýsku 1. deildinni, þar sem hann hefur gert 25 mörk í 23 leikjum. Á Ítalíu mætast Napoli og fimmfaldir Evrópumeistarar Barcelona. Börsungar eru komnir á toppinn í spænsku 1. deildinni, í aðdraganda El Clásico sem er á sunnudaginn, en Napoli er í 6. sæti á Ítalíu eftir dapurt gengi í nóvember, desember og janúar. Napoli hefur hins vegar rétt úr kútnum undanfarið og getur líka státað sig af því að hafa náð í fjögur stig gegn Evrópumeisturum Liverpool í riðlakeppninni í haust, liði sem þar til í síðustu viku hafði annars verið óstöðvandi á leiktíðinni. Leikjunum verða gerð góð skil á Stöð 2 Sport í allt kvöld en upphitun hefst kl. 19.15.Í beinni í dag: 19.15 Upphitun fyrir Meistaradeildina (Stöð 2 Sport) 19.50 Napoli - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19.55 Chelsea - Bayern München (Stöð 2 Sport) 22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Börsungar þurfa í læknisskoðun við komuna til Ítalíu vegna kórónaveirunnar Leikmenn og starfslið Barcelona mun gangast undir ítarlega skoðun er liðið mætir til Ítalíu í dag. Kannað verður hvort að einhver innan hópsins beri einkenni kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 09:30 Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli. 20. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Tvö af þeim fimm liðum sem oftast hafa unnið Meistaradeild Evrópu, eða forvera hennar, verða á ferðinni í kvöld þegar tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum keppninnar. Chelsea tekur á móti Bayern München á Stamford Bridge. Bayern á fimm Evrópumeistaratitla í sínu safni en vann keppnina síðast árið 2013, ári eftir eina Evrópumeistaratitilinn sem Chelsea hefur unnið. Leikmenn Chelsea þurfa að koma böndum á Robert Lewandowski. Pólverjinn er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur, ásamt Erling Braut Haaland, með 10 mörk og hefur auk þess varla spilað leik án þess að skora í þýsku 1. deildinni, þar sem hann hefur gert 25 mörk í 23 leikjum. Á Ítalíu mætast Napoli og fimmfaldir Evrópumeistarar Barcelona. Börsungar eru komnir á toppinn í spænsku 1. deildinni, í aðdraganda El Clásico sem er á sunnudaginn, en Napoli er í 6. sæti á Ítalíu eftir dapurt gengi í nóvember, desember og janúar. Napoli hefur hins vegar rétt úr kútnum undanfarið og getur líka státað sig af því að hafa náð í fjögur stig gegn Evrópumeisturum Liverpool í riðlakeppninni í haust, liði sem þar til í síðustu viku hafði annars verið óstöðvandi á leiktíðinni. Leikjunum verða gerð góð skil á Stöð 2 Sport í allt kvöld en upphitun hefst kl. 19.15.Í beinni í dag: 19.15 Upphitun fyrir Meistaradeildina (Stöð 2 Sport) 19.50 Napoli - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19.55 Chelsea - Bayern München (Stöð 2 Sport) 22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Börsungar þurfa í læknisskoðun við komuna til Ítalíu vegna kórónaveirunnar Leikmenn og starfslið Barcelona mun gangast undir ítarlega skoðun er liðið mætir til Ítalíu í dag. Kannað verður hvort að einhver innan hópsins beri einkenni kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 09:30 Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli. 20. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Börsungar þurfa í læknisskoðun við komuna til Ítalíu vegna kórónaveirunnar Leikmenn og starfslið Barcelona mun gangast undir ítarlega skoðun er liðið mætir til Ítalíu í dag. Kannað verður hvort að einhver innan hópsins beri einkenni kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 09:30
Messi: Loksins fæ ég að spila í Napoli Argentínumaðurinn Lionel Messi mun feta í fótspor landa síns, Diego Maradona, í næstu viku er hann spilar í fyrsta skipti í Napoli. 20. febrúar 2020 14:00