Innlent

Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar

Alþingi fær til sín frumvörp vegna nýjustu aðgerða stjórnvalda í efnahagsmálum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn eftir helgi. Fyrir liggur í þinginu frumvarp frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur nýsköpunar-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra um heimild til ferðaskrifstofa að bjóða inneignarnótur í stað þess að greiða ófarnar pakkaferðir. Frumvarpinu hefur ekki verið vel tekið af öðrum en ferðaskrifstofunum.

Ferðamálaráðherra segir að kórónuveirufaraldurinn muni hafa mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu bæði til skamms tíma og til framtíðar.Stöð 2/Einar

Þórdís Kolbrún ræðir þessi mál og önnur sem tengjast ferðaþjónustinni í Víglínunni í dag. Þá hafa stjórnvöld skoðað nokkrar sviðsmyndir varðandi framtíð ferðaþjónustunnar þar sem versta sviðsmyndin gerir ráð fyrir mjög mikilli fækkun farþegar á næstu árum.

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata ræðir þessi mál einnig í Víglínunni. En að auki verður rætt um hugafarsbreytingu sem er að eiga sér stað í samfélaginu varðandi ólögleg vímuefni og til þeirra sem þau nota efnin.

Halldóra Mogensen hefur leitt umræðu um ný viðhorf gagnvart fíkniefnaneytendum á Alþingi síðustu misserin og skynjar viðhorfsbreytingu meðal þjóðarinnar varðandi stríðið gegn fíkniefnum.Stöð 2/Einar

Halldóra hefur leitt þá umræðu á Alþingi undanfarin ár og ákveðin straumhvörf urðu í vikunni þegar velferðarnefnd leggur samhljóða til að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými nái fram að ganga.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 og verður birt á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu þáttarins.


Tengdar fréttir

Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra

Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×