Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 09:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrir aftan hana má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent