Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 19:30 Samkvæmt frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra getur landlæknir veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur sem sprauta efnum í æð. Vísir/Vilhelm Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen. Fíkn Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen.
Fíkn Alþingi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira