Starfsstöðvum Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs fyrir fólk í viðkvæmri stöðu lokað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 11:36 Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær hafa lokað starfsstöðvum sínum sem þjónusta viðkvæma hópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið. Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar. Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum. Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: Hraunseli að Flatahrauni 3 Hjallabraut 33 Sólvangsvegi 1 Læki, Hörðuvöllum 1 Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað. Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni Geitungar, atvinnuþjálfun Vinaskjóli, lengdri viðveru Skammtímadvöl í Hnotubergi. Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir. Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi. Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi. Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: Gjábakki Gullsmári Boðinn Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða Hæfingarstöðinni Dalvegi Vinnustaðnum Örvi Hrauntunga Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag. Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið: Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6 Smiðjunni, Kirkjuhvoli Litlakoti, Álftanesi Skammtímavistun í Móaflöt Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið.
Wuhan-veiran Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55 Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30 Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs. 7. mars 2020 09:55
Gripið til stórra sem smárra aðgerða á vinnustöðum Fyrirtæki og stofnanir grípa nú til aðgerða til að fyrirbyggja smitleiðir kórónuveirunnar, tryggja öryggi starfsfólks og rekstur. 6. mars 2020 14:30
Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. 5. mars 2020 10:15