Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 17:31 Anna Björk Kristjánsdóttir er mætt í vínrauðan búning Selfyssinga. MYND/SELFOSS Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. Anna Björk er 30 ára, reynslumikill miðvörður, sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Anna Björk hóf sinn feril með KR en fór þaðan til Stjörnunnar þar sem hún varð meðal annars þrefaldur Íslands- og bikarmeistari. Árið 2017 fór hún til Svíþjóðar og lék með Örebro og Limhamn Bunkeflo. Undanfarin tvö tímabil hefur hún leikið með PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni. „Um leið og ég fór að tala við þjálfarana og fólkið í kringum liðið á Selfossi þá heyrði ég hvað það er mikill metnaður hérna og það heillaði mig. Það tala allir vel um Selfoss og það eru skýr markmið og mikill uppgangur hjá liðinu. Ég er líka að klára nám í sjúkraþjálfun og fæ tækifæri til þess að vinna við það í Mætti sjúkraþjálfun á Selfossi,“ segir Anna Björk á vef Selfoss. Selfoss, sem varð bikarmeistari og hafnaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, hafði áður tryggt sér krafta annarar landsliðskonu, Dagnýjar Brynjarsdóttur, og ljóst að liðið gæti mætt öflugt til leiks. „Mér líst gríðarlega vel á þjálfarana og hópinn og þetta byrjar vel, það er gott að komast á æfingu í sveitinni og rifja upp gamla tíma. Þetta eru dálítið skrítnar æfingar núna þar sem við náum ekki að vera allar saman í hóp en ég sé alveg hvað er í gangi hjá liðinu og þetta er mjög spennandi verkefni. Síðan ég fór erlendis að spila hef ég alltaf fylgst vel með Pepsi Max deildinni og veit hvað er í gangi hérna þannig að ég er mjög spennt að spila aftur á Íslandi. Um leið og það kom í ljós að ég væri ekki að fara út aftur þá er ég búin að telja niður mínúturnar að komast aftur út á völlinn. Um leið og maður fer af stað aftur þá finnur maður hvað fótboltinn hefur mikla þýðingu fyrir mann. Það er mikill hugur í mér og ég hlakka til að taka slaginn hérna á Selfossi,“ segir Anna Björk. Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. Anna Björk er 30 ára, reynslumikill miðvörður, sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Anna Björk hóf sinn feril með KR en fór þaðan til Stjörnunnar þar sem hún varð meðal annars þrefaldur Íslands- og bikarmeistari. Árið 2017 fór hún til Svíþjóðar og lék með Örebro og Limhamn Bunkeflo. Undanfarin tvö tímabil hefur hún leikið með PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni. „Um leið og ég fór að tala við þjálfarana og fólkið í kringum liðið á Selfossi þá heyrði ég hvað það er mikill metnaður hérna og það heillaði mig. Það tala allir vel um Selfoss og það eru skýr markmið og mikill uppgangur hjá liðinu. Ég er líka að klára nám í sjúkraþjálfun og fæ tækifæri til þess að vinna við það í Mætti sjúkraþjálfun á Selfossi,“ segir Anna Björk á vef Selfoss. Selfoss, sem varð bikarmeistari og hafnaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, hafði áður tryggt sér krafta annarar landsliðskonu, Dagnýjar Brynjarsdóttur, og ljóst að liðið gæti mætt öflugt til leiks. „Mér líst gríðarlega vel á þjálfarana og hópinn og þetta byrjar vel, það er gott að komast á æfingu í sveitinni og rifja upp gamla tíma. Þetta eru dálítið skrítnar æfingar núna þar sem við náum ekki að vera allar saman í hóp en ég sé alveg hvað er í gangi hjá liðinu og þetta er mjög spennandi verkefni. Síðan ég fór erlendis að spila hef ég alltaf fylgst vel með Pepsi Max deildinni og veit hvað er í gangi hérna þannig að ég er mjög spennt að spila aftur á Íslandi. Um leið og það kom í ljós að ég væri ekki að fara út aftur þá er ég búin að telja niður mínúturnar að komast aftur út á völlinn. Um leið og maður fer af stað aftur þá finnur maður hvað fótboltinn hefur mikla þýðingu fyrir mann. Það er mikill hugur í mér og ég hlakka til að taka slaginn hérna á Selfossi,“ segir Anna Björk.
Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira