Lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2020 14:06 Gunnar Örn. Annað árið í röð er lögreglan á Norðurlandi vestra sjálfbær en þar er verið að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi. Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra er harla ánægður með 2019 og starf lögreglunnar á því herrans ári. „Liðið ár gekk mjög vel. Við náðum að halda sjó eftir hina gríðarlegu aukningu sem varð hér í málafjölda 2018, það er mikill áfangi,“ segir lögreglustjórinn. Hann segir að þeim hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafi tekist að halda úti miklu og öflugu eftirliti alla mánuði ársins, sem skilar sér í færri slysum og öruggari umferð. „Við erum að taka saman slysatölur en bráðabirgðaniðurstöður eru þær að slysatíðni hér sé áfram á niðurleið og haldi að minnsta kosti sjó frá því í fyrra, en þá fækkaði umferðarslysum hér á milli ára um 26 prósent.“ Bráðabirgðatalna um afbrot er að vænta en þær munu sýna að hegningarlagabrotum hafi fækkað um 10,4 prósent á milli ára. „Við erum þar lægst á landinu. Annað árið í röð erum við sjálfbær, við erum að leggja á meiri sektir en sem nemur ríkisframlagi, það eitt og sér er merkilegt, en þó er það að ótöldum þeim gríðarlega fjárhagslega ávinningi sem 26 prósenta fækkun umferðarslysa er fyrir samfélagið í heild sinni.“ Gunnar Örn segir þetta sýna svart á hvítu að aukin frumkvæðislöggæsla og aukin sýnileiki á lögreglu er einfaldlega að virka, jafnt til afbrotaforvarna og varðandi umferðaröryggi. Hann segist stoltur af sínu lögregluliði og að þar sé til staðar mikill slagkraftur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira