Atletico Madrid fékk Sevilla í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en liðin eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Luuk De Jong kom gestunum yfir snemma leiks en Alvaro Morata jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik.
Portúgalska ungstirnið Joao Felix kom Atletico í forystu á 36.mínútu en skömmu fyrir leikhlé var vítaspyrna dæmd til gestanna sem Lucas Ocampos skoraði úr.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum því með jafntefli, 2-2.
Sevilla í 3.sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Real Madrid. Atletico Madrid í 5.sæti.
Fjögurra marka jafntefli Atletico Madrid og Sevilla
