CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 08:49 Starfsfólk veirufræðideildar Landspítala að störfum í kórónuveirufaraldri. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira