CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 08:49 Starfsfólk veirufræðideildar Landspítala að störfum í kórónuveirufaraldri. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. Ríkin sem CNN tekur sem dæmi eru auk Íslands, Taívan, Suður-Kórea og Þýskaland. Þessum ríkjum hafi á árangursríkan hátt tekist að fletja út kúrvuna eins og sagt er, það er að koma í veg fyrir gríðarmikinn vöxt smita, og vandamálin sem því fylgir. Lexíurnar fjórar sem CNN telur að umheimurinn geti lært af viðbrögðum yfirvalda á Íslandi eru sem fyrr segir fjórar: Vera ákveðinn, vinkla inn einkageirann, sýna fyrirhyggjusemi og nota tækni en á sama tíma virða rétt fólks til einkalífs. Þannig er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að strax hafi verið ákveðið að fylgja eftir áætlunum af festu varðandi það að finna þá sem eru smitaðir, koma þeim í einangrun og leggja mikla áherslu á finna þá sem þeir smituðu kunni að hafa komist í tæri við. CNN segir að í þessu séu engin ný vísindi, en árangurinn hér á landi sýni að mikilvægt sé að fylgja þessari forskrift vel og af ákveðni. Þríeykið sem stýrt hefur viðbrögðum ÍslandsVísir/Vilhelm Þá tekur CNN viðbrögð Íslenskrar efðagreiningar sem dæmi um það hvernig einkageirinn geti stigið inn til þess að aðstoða yfirvöld, en sem kunnugt er hefur fyrirtækið boðið almenningi upp á skimun fyrir kórónuveirunni. Þannig hafi Ísland getað skimað mun fleiri en ella auk þess sem að rannsóknir ÍE varpi frekari ljósi á kórónuveiruna sjálfa. Viðbrögð yfirvalda við því þegar veiran kom loks til landsins eru svo tekin sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi sýnt fyrirhyggjusemi með því að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, skilgreina ákveðin svæði sem áhættusvæði auk samkomubannsins sem sett hafi verið á tiltölulega snemma í ferlinu. Covid-appið er svo nefnt sem dæmi um hvernig yfirvöld hafi nýtt sér tæknina í baráttunni gegn kórónuveirunni. Umfjöllun CNN má lesa hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira