Þjóðverjar byrja að aflétta höftum í skrefum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 19:23 Merkel kynnti áform um afléttingu aðgerða gegn faraldrinum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kynnti áform um að aflétta hægt og rólega aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í dag. Opna má ákveðnar verslanir aftur strax í næstu viku og þá verður leyft að opna skóla í skrefum í byrjun maí. Reglur um félagsforðun verða inn í gildi til að minnsta kosti 3. maí og mælti Merkel eindregið með því að fólk gengi með grímur á opinberum stöðum. Sagði kanslarinn að „brothættur millibilsárangur“ hefði náðst gegn faraldrinum með ströngum aðgerðum. Þjóðin yrði þó að halda sínu striki áfram því ekki mætti mikið út af bregða. Stórar samkomur verða áfram bannaðar til 31. ágúst og barir, kaffihús, veitingastaðir, kvikmyndahús og tónleikastaðir verða áfram lokaðir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leyft verður að opna skóla í áföngum eftir 4. maí en öryggisreglur verða settar um frímínútur og skólarútur. Nemendur sem eru á leiðinni í próf verða settir í forgang við opnun skólanna. Þá má opna verslanir sem eru allt að 800 fermetrar ef þær gera sóttvarnaráðstafanir á mánudag. Hárgreiðslustofur mega aftur taka við viðskiptavinum 4. maí með sama fyrirvara. Rúmlega 3.200 manns hafa látið lífið af völdum Covid-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í Þýskalandi og rúmlega 127.500 hafa greinst smitaðir. Fleiri Evrópuríki hafa byrjað að létta á aðgerðum gegn faraldrinum, þar á meðal Danmörk, Spánn, Austurríki og sum svæði Ítalíu. Á Íslandi verður byrjað að létta á samkomubanni og öðrum takmörkunum 4. maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26 Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59 Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 28. mars 2020 11:26
Deilt um ástæður lágrar dánartíðni í Þýskalandi Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán. 23. mars 2020 06:59
Merkel: Mesta áskorunin frá seinna stríði Angela Merkel Þýskalandskanslari biðlaði í dag til Þjóðverja að gera sitt til að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 18:03