Innlent

Allir íbúar hússins sem hýsir Berg komnir í sóttkví

Vésteinn Örn Pétursson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Dvalarheimilið Berg í Bolungarvík er í húsinu Árborg.
Dvalarheimilið Berg í Bolungarvík er í húsinu Árborg.

Allir íbúar í Árborg, húsnæði dvalarheimilisins Bergs í Bolungarvík, sæta nú sóttkví eftir að tveir íbúar í húsinu, sem ekki eru heimilismenn á Bergi, greindust með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, í samtali við fréttastofu og segir sóttkvínni hafa verið komið á í gær.

Árborg, sem iðulega gengur undir nafninu Hvíta húsið, hýsir hjúkrunarheimilið, safnaðarheimili kirkjunnar og íbúðir fyrir aldraða. Í frétt bæjarblaðsins Bæjarins besta segir að umræddir íbúar hússins hafi greinst með veiruna í fyrradag og báðir verið fluttir á sjúkrahús, annar til Reykjavíkur og hinn til Akureyrar.

Gylfi sagði í samtali við Vísi í morgun að sex væru smitaðir á Bergi og fjórir í einangrun. 75 hafa greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum, samkvæmt tölum á Covid.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.