Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Borgaryfirvöld segjast ekki ætla að taka til baka 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið. vísir/eyþór Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels