Barcelona sló út Real Madrid | 2-2 jafntefli í frábærum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2012 22:57 Dani Alves skoraði frábært mark í kvöld. Mynd/AP Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum. Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum.
Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira