Sheikinn reyndi að kaupa Liverpool áður en hann keypti Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 09:30 Hefði Pep Guardiola þá orðið knattspyrnustjóri Liverpool frekar en Jürgen Klopp? Það fáum við aldrei að vita. Samsett/Getty Arabísku eigendurnir hjá Manchester City gerbreyttu öllu hjá félaginu þegar þeir keyptu það fyrir tólf árum og gerðu það í framhaldinu að einu besta fótboltaliði heims. Manchester City var hins vegar ekki fyrsti kostur. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, sagði frá því á Sky Sports að núverandi eigendur Manchester City, með Sheikh Mansour í fararbroddi, hafi á sínum tíma reynt að kaupa Liverpool áður en þeir ákváðu síðan að kaupa Manchester City. Fjárfestahópurinn frá Abu Dhabi reyndi allt sem þeir gátu til að eignast Liverpool en Amanda Staveley, eftirsóttur tengiliður á milli enska og arabíska viðskiptaheimanna, sagði við Souness á sínum tíma að erfið samskipti við þáverandi eigendur félagsins, Tom Hicks og George Gillett, hafi orðið til þess að ekkert varð úr þessum kaupum. Manchester City's Abu Dhabi family owners "tried and tried" to purchase Liverpool before they ended up at their Premier League rivals, according to Graeme Souness. Gillett and Hicks were so difficult to deal with, they just walked away in the end.'"https://t.co/Eoui734Ake— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 13, 2020 „Ég fór með fjölskyldunni til Dúbaí fyrir tólf eða þrettán árum síðan og kynntist Amöndu á hótelinu. Hún sagðist vera stuðningsmaður Liverpool og talaði um að hafa hjálpað til við eigendaskipti Manchester City," sagði Graeme Souness á Sky Sports. „Þá spurði ég hana hvers vegna hún hafði hjálpað til við yfirtöku á Man City frekar en Liverpool," sagði Souness sem vann ellefu stóra titla sem leikmaður Liverpool þar af vann hann ensku deildina fimm sinnum og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. „Hún svaraði: Ég reyndi og reyndi en það var alltof erfitt að eiga við Gillette og Hicks," sagði Souness. Graeme Souness varð líka knattspyrnustjóri Liverpool frá 1991 til 1994 og gerði félagið að enskum bikameisturum árið 1992. Imagine if this had happened! https://t.co/zSKkLNjtpQ— Fox Football (@FOXFOOTBALL) May 14, 2020 Amanda Staveley hjálpaði Sheikh Mansour og félögum að eignast Manchester City árið 2018 og er nú tólf árum síðar að hjálpa öðrum arabískum fjárfestum að eignast Newcastle United. Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George N. Gillett Jr. höfðu eignast Liverpool ári fyrr en vöktu enga lukku þessi þrjú ár sem þeir áttu félgið. Þeir seldu það á endaum til núverandi eigenda, New England Sports Ventures, í október 2010. Manchester City vann Englandmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 44 ár vorið 2012 og hefur unnið hann þrisvar til viðbótar á síðustu sex árum auk þess að vinna enska bikarinn tvisvar sinnum og enska deildabikarinn fimm sinnum. Man City owners tried to buy Liverpool in 2008 before FSG came in, reveals Graeme Souness #ManCity #LFC #PL https://t.co/vkciLhXLKt— Republic (@republic) May 14, 2020 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Arabísku eigendurnir hjá Manchester City gerbreyttu öllu hjá félaginu þegar þeir keyptu það fyrir tólf árum og gerðu það í framhaldinu að einu besta fótboltaliði heims. Manchester City var hins vegar ekki fyrsti kostur. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, sagði frá því á Sky Sports að núverandi eigendur Manchester City, með Sheikh Mansour í fararbroddi, hafi á sínum tíma reynt að kaupa Liverpool áður en þeir ákváðu síðan að kaupa Manchester City. Fjárfestahópurinn frá Abu Dhabi reyndi allt sem þeir gátu til að eignast Liverpool en Amanda Staveley, eftirsóttur tengiliður á milli enska og arabíska viðskiptaheimanna, sagði við Souness á sínum tíma að erfið samskipti við þáverandi eigendur félagsins, Tom Hicks og George Gillett, hafi orðið til þess að ekkert varð úr þessum kaupum. Manchester City's Abu Dhabi family owners "tried and tried" to purchase Liverpool before they ended up at their Premier League rivals, according to Graeme Souness. Gillett and Hicks were so difficult to deal with, they just walked away in the end.'"https://t.co/Eoui734Ake— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 13, 2020 „Ég fór með fjölskyldunni til Dúbaí fyrir tólf eða þrettán árum síðan og kynntist Amöndu á hótelinu. Hún sagðist vera stuðningsmaður Liverpool og talaði um að hafa hjálpað til við eigendaskipti Manchester City," sagði Graeme Souness á Sky Sports. „Þá spurði ég hana hvers vegna hún hafði hjálpað til við yfirtöku á Man City frekar en Liverpool," sagði Souness sem vann ellefu stóra titla sem leikmaður Liverpool þar af vann hann ensku deildina fimm sinnum og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. „Hún svaraði: Ég reyndi og reyndi en það var alltof erfitt að eiga við Gillette og Hicks," sagði Souness. Graeme Souness varð líka knattspyrnustjóri Liverpool frá 1991 til 1994 og gerði félagið að enskum bikameisturum árið 1992. Imagine if this had happened! https://t.co/zSKkLNjtpQ— Fox Football (@FOXFOOTBALL) May 14, 2020 Amanda Staveley hjálpaði Sheikh Mansour og félögum að eignast Manchester City árið 2018 og er nú tólf árum síðar að hjálpa öðrum arabískum fjárfestum að eignast Newcastle United. Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George N. Gillett Jr. höfðu eignast Liverpool ári fyrr en vöktu enga lukku þessi þrjú ár sem þeir áttu félgið. Þeir seldu það á endaum til núverandi eigenda, New England Sports Ventures, í október 2010. Manchester City vann Englandmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 44 ár vorið 2012 og hefur unnið hann þrisvar til viðbótar á síðustu sex árum auk þess að vinna enska bikarinn tvisvar sinnum og enska deildabikarinn fimm sinnum. Man City owners tried to buy Liverpool in 2008 before FSG came in, reveals Graeme Souness #ManCity #LFC #PL https://t.co/vkciLhXLKt— Republic (@republic) May 14, 2020
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira