Svekktur en stoltur Neville: Sagði við þær að það verða engin tár í kvöld Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júlí 2019 21:45 Neville hughreystir markaskorarann White í leikslok. vísir/getty Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira