Fjölskylda Söndru biður fólk um að skoða upptökur úr myndavélum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 13:00 Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar. Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Fjölskylda og vinir Söndru Lífar sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag hófu í morgun leit að henni við Seltjarnarnes. Hópur aðstandenda hittist við golfskálann á Seltjarnarnesi klukkan hálf ellefu. Í dag munu þau leita í fjörunum frá smábátahöfnunni, fram hjá golfvellinum og að Gróttu, samkvæmt leiðbeiningum frá lögreglu. „Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag. Við vitum í raun ekkert meira,“ segir Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru, sem er í leitarhópnum. „Hún fer í hádegismat til ömmu og afa á skírdag og þau töldu ekkert óvenjulegt í fari hennar. Svo hittir hún vinkonu sína rétt áður en hún fer út á Álftanes og hún tók ekki heldur eftir neinu.“ Fjölskylda og vinir Söndru Lífar hófu leit að henni í fjörunum við Seltjarnarnes í morgun Bíll Söndru, ljósgrár Ford Focus, fannst við Kasthúsatjörn á Álftanesi aðfaranótt laugardags. Fjölskyldan gekk þar um svæðið í gær. „Það er mikið af húsum þarna í kring og þetta er mjög opið svæði. Það hlýtur að vera að einhver hafi séð eitthvað á þessum eina og hálfa sólarhring sem bíllinn var þarna.“ Sandra Líf ÞórarinsdóttirLögreglan Sandra er 27 ára gömul, 172 cm á hæð, grannvaxin og með mjög sítt rauðleitt ár „Hún er mjög falleg ung stelpa, með sítt rautt hár, og var í neongulri peysu sem fer ekki fram hjá neinum. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ef fólk á svæðinu gæti farið í gegnum myndavélakerfi ef það er með svoleiðis, eins ef það var úti í garði á þessum tíma. Hvort sem það eru litlar upplýsingar eða bara hvað sem er, þá tökum við því,“ segir Olga. Fjölskyldan leitar í dag við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, fram hjá golfvellinum og að Gróttu. Björgunarsveitir hafa leitað Söndru á síðustu dögum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar jafnframt verið notuð. Leit við Gróttu var hætt um klukkan hálf sex í gær en síðan aftur hafin klukkan tíu í gærkvöldi eftir að vegfarendur töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum. Henni var aftur hætt á öðrum tímanum í nótt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Nánar verður rætt við Olgu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Björgunarsveitir Garðabær Seltjarnarnes Landhelgisgæslan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira