Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 12:50 Ólafur Ragnar telur að ræða Johnson verði sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. Vísir/Vilhelm/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, birti í gær færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi ræðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki í Bretlandi og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í átakinu til að kveða niður kórónuveiruna sem valdið getur Covid-19. Boris var í gær útskrifaður af spítala þar sem hann lá um tíma á gjörgæslu með Covid-19. Ræðuna birti Johnson á Twitter í gær. „Þessi ræða fer á spjöld sögunnar sem sú merkilegasta þessara kórónuveirutíma. Hlustið,“ skrifar Ólafur Ragnar. „Ekki bara einu sinni, heldur aftur.“ Í ræðu sinni þakkar Johnson heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framlag sitt í baráttunni við kórónuveiruna. Eins þakkar hann allri bresku þjóðinni fyrir að fylgja reglum um samkomutakmarkanir og inniveru, sérstaklega þar sem hann segist vita að blíðviðri og náttúrufegurð utan veggja heimilisins kunni að freista margra. Hér að neðan má sjá ræðu forsætisráðherrans og tíst Ólafs Ragnars. This speech will go down in history as the most remarkable of these coronavirus times. Listen: Not just once but again. https://t.co/bQzpNhNzrf— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 12, 2020 Í ræðunni segir Johnson einnig að hann telji að þrautir þeirra sem nú halda sig heima og láta það vera að hitta vini og fjölskyldu til þess að varna útbreiðslu veirunnar séu þess virði. „Vegna þess að þó við syrgjum á hverjum degi þau sem tekin eru frá okkur í stórum stíl og þó að baráttunni sé hvergi nærri lokið, erum við nú að ná árangri í þessum ótrúlega bardaga á landsvísu gegn kórónuveirunni. Bardaga sem við völdum ekki að berjast, við óvin sem við enn skiljum ekki almennilega.“ Í ræðunni þakkar Boris einnig persónulega fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem hann fékk meðan hann lá á spítala. Hann tekur þar sérstaklega fram að tveir hjúkrunarfræðingar, Jenny frá Nýja-Sjálandi og Luis frá Portugal, hafi verið honum við hlið þá 48 tíma sem útlitið var hvað svartast fyrir forsætisráðherrann, og hefði getað farið á hvorn veginn sem væri. Fyrir það verði hann ævinlega þakklátur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Bretland Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira