Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2020 11:00 Yngvi telur sjókvíalaxeldismenn hafa komið ár sinni vel fyrir borð innan ráðuneytis Kristjáns Þórs Júlíussonar en einn helsti agent þeirra er Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis en stjórnarformaður Arnarlax er Kjartan Ólafsson. Yngvi Óttarsson verkfræðingur skrifar grein á Vísi um sjókvíaeldi og telur að þeir sem þar véla um á vegum ráðuneytisins séu bullandi hagsmunatengdir. Í pistli hans segir meðal annars: „Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins,“ segir í lok greinar Yngva en hann gerir að umfjöllunarefni uppfærð lög um sjókvíaeldi. Þar er lagt til að fella niður fjarlægðarmörk eldisstarfsemi og nú megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa. „Með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska.“ En, miðað hefur verið við 5 kílómetra. Sjókvíaeldi í Patreksfirði.visir/egill Yngvi segir að í millitíðinni hafi það gerst að til ráðuneytisins voru tveir nýir starfsmenn ráðnir. „Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin?“ Iðnaður sem getur útrýmt villtum stofnum hratt og örugglega Spurður hvernig það kom til að hann taldi vert að skrifa grein um þetta efni, þar sem svo alvarlegar ásakanir eru settar fram, að hagsmunatengdir aðilar komi beint að stjórnvaldsaðgerðum, segir Yngvi að honum ofbjóði hvernig stjórnkerfið virðist stöðugt draga taum þessa mengandi iðnaðar sem opið sjókvíaeldi er. Yngvi Óttarsson. Hann segir að sérfræðingar ráðuneytisins, sem nú vill fella brott fjarlægðarmörk frá sjókvíaeldi og laxveiðiám, komi beint úr sjókvíaeldinu. „Og mér ofbýður virðingarleysið fyrir náttúrunni og umgengni við hana. Það er margrannsakað að þessi iðnaður getur útrýmt villtum stofnum, hratt og örugglega ef lús leggst á sjógönguseiði, nú eða þá hægt en örugglega ef nægjanlega mikil erfðamengun verður um langan tíma. Yngvi segir að þetta sé allt vel þekkt og hafi verið kortlagt til dæmis í Noregi. „Ég hélt að mannkynið væri fyrir löngu búið að koma sér saman um að hætta ekki á að útrýma villtum dýrastofnum.“ Fólk ómeðvitað um þá vá sem fyrir dyrum stendur En, átt þú sjálfur einhverra hagsmuna að gæta í málinu?„Já, í fyrsta lagi er ég Íslendingur og eitt peð á þessari jörð. Og vil ekki að náttúrunni sé stefnt í voða - í þessu tilviki að ástæðulausu, því það eru ýmsar góðar leiðir til að stunda fiskeldi, landeldi, lokuð kerfi í sjó, nú eða þá jafnvel geldfiskur. Það virðist ekkert vera sjókvíaeldisfyrirtækjunum heilagt í augnablikinu. Sjókvíaeldið er verulega umdeildur iðnaður.visir/egill Í öðru lagi er ég í stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum þar sem ég á eignaraðild. Hef verið þar í stjórn frá árinu 2014. Ég er síðan líka veiðimaður og var leiðsögumaður ein átta sumur.“ Telur þú almennt fólk ómeðvitað um þá vá sem umhverfisverndarsinnar telja að stafi af þessum iðnaði?„Já, það hefur verið svo. En með umræðu og fræðslu þá held ég að það sé að breytast. En það er ákveðinn vandi að sjókvíaeldisiðnaðurinn með sitt ótakmarkaða fjármagn neitar að horfast í augu við alvarlegar afleiðingar og kýs í staðinn að slá ryk í augu fólks og fullyrðir statt og stöðugt ranglega að þetta sé sérstaklega umhverfisvænn iðnaður.“ Yngvi segir að dæmi um vafasamar fullyrðingar um kolefnisspor og að vaxandi mannfjöldi þurfi aukna fæðu – hvernig gengur það upp ef notuð eru um 5 kíló af uppsjávarfiski í það fóður sem þarf í að framleiða 1 kíló af laxi í eldiskví. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37 Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar um sjókvíaeldi og segir sérfræðinga ráðuneytisins koma beint frá eldismönnum. 22. janúar 2020 10:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Yngvi Óttarsson verkfræðingur skrifar grein á Vísi um sjókvíaeldi og telur að þeir sem þar véla um á vegum ráðuneytisins séu bullandi hagsmunatengdir. Í pistli hans segir meðal annars: „Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins,“ segir í lok greinar Yngva en hann gerir að umfjöllunarefni uppfærð lög um sjókvíaeldi. Þar er lagt til að fella niður fjarlægðarmörk eldisstarfsemi og nú megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa. „Með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska.“ En, miðað hefur verið við 5 kílómetra. Sjókvíaeldi í Patreksfirði.visir/egill Yngvi segir að í millitíðinni hafi það gerst að til ráðuneytisins voru tveir nýir starfsmenn ráðnir. „Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin?“ Iðnaður sem getur útrýmt villtum stofnum hratt og örugglega Spurður hvernig það kom til að hann taldi vert að skrifa grein um þetta efni, þar sem svo alvarlegar ásakanir eru settar fram, að hagsmunatengdir aðilar komi beint að stjórnvaldsaðgerðum, segir Yngvi að honum ofbjóði hvernig stjórnkerfið virðist stöðugt draga taum þessa mengandi iðnaðar sem opið sjókvíaeldi er. Yngvi Óttarsson. Hann segir að sérfræðingar ráðuneytisins, sem nú vill fella brott fjarlægðarmörk frá sjókvíaeldi og laxveiðiám, komi beint úr sjókvíaeldinu. „Og mér ofbýður virðingarleysið fyrir náttúrunni og umgengni við hana. Það er margrannsakað að þessi iðnaður getur útrýmt villtum stofnum, hratt og örugglega ef lús leggst á sjógönguseiði, nú eða þá hægt en örugglega ef nægjanlega mikil erfðamengun verður um langan tíma. Yngvi segir að þetta sé allt vel þekkt og hafi verið kortlagt til dæmis í Noregi. „Ég hélt að mannkynið væri fyrir löngu búið að koma sér saman um að hætta ekki á að útrýma villtum dýrastofnum.“ Fólk ómeðvitað um þá vá sem fyrir dyrum stendur En, átt þú sjálfur einhverra hagsmuna að gæta í málinu?„Já, í fyrsta lagi er ég Íslendingur og eitt peð á þessari jörð. Og vil ekki að náttúrunni sé stefnt í voða - í þessu tilviki að ástæðulausu, því það eru ýmsar góðar leiðir til að stunda fiskeldi, landeldi, lokuð kerfi í sjó, nú eða þá jafnvel geldfiskur. Það virðist ekkert vera sjókvíaeldisfyrirtækjunum heilagt í augnablikinu. Sjókvíaeldið er verulega umdeildur iðnaður.visir/egill Í öðru lagi er ég í stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum þar sem ég á eignaraðild. Hef verið þar í stjórn frá árinu 2014. Ég er síðan líka veiðimaður og var leiðsögumaður ein átta sumur.“ Telur þú almennt fólk ómeðvitað um þá vá sem umhverfisverndarsinnar telja að stafi af þessum iðnaði?„Já, það hefur verið svo. En með umræðu og fræðslu þá held ég að það sé að breytast. En það er ákveðinn vandi að sjókvíaeldisiðnaðurinn með sitt ótakmarkaða fjármagn neitar að horfast í augu við alvarlegar afleiðingar og kýs í staðinn að slá ryk í augu fólks og fullyrðir statt og stöðugt ranglega að þetta sé sérstaklega umhverfisvænn iðnaður.“ Yngvi segir að dæmi um vafasamar fullyrðingar um kolefnisspor og að vaxandi mannfjöldi þurfi aukna fæðu – hvernig gengur það upp ef notuð eru um 5 kíló af uppsjávarfiski í það fóður sem þarf í að framleiða 1 kíló af laxi í eldiskví.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37 Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar um sjókvíaeldi og segir sérfræðinga ráðuneytisins koma beint frá eldismönnum. 22. janúar 2020 10:15 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41
Lilja Rafney lýsir yfir stuðningi við sjókvíaeldi Segir fiskeldi hafa skapað mörg ný störf fyrir konur og kalla. 6. október 2016 12:37
Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar um sjókvíaeldi og segir sérfræðinga ráðuneytisins koma beint frá eldismönnum. 22. janúar 2020 10:15