Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 22:55 Bætt hefur verið í flota sjúkrabíla til að missa ekki fullbúna sjúkrabíla vegna Covid-tengdra flutninga. Vísir Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið. Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í lok mánaðar. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir að vel hafi gengið að nota sérstaka Covid-sjúkrabíla sem teknir voru í notkun þegar veiran kom upp. Í þeim eru venjuleg sjúkrarúm en minni búnaður en séu tilfellin alvarleg er annar fullbúinn sjúkrabíll sendur með í útkallið svo hægt sé að taka stök tæki úr honum en ekki menga allan búnaðinn. Þegar Covid-tengdum útköllum er lokið þarf að sótthreinsa bílana. Það tekur allt að klukkutíma að hreinsa bílana en byrjað er á því að strjúka yfir alla fleti sem sjúkraflutningamennirnir ná til áður en sérstök sótthreinsivél er sett inn í bílinn sem úðar sótthreinsandi efni yfir hann allan. Vélin er kölluð sprengjan en eftir að hún hefur spreyjað efninu yfir þarf að bíða í fjörutíu til fimmtíu mínútur áður en hægt er að nota bílinn á ný. Sjúkrabílar sem notaðir eru til þess að flytja Covid19-smitaða eru frábrugðnir öðrum sjúkrabílum sem við þekkjum. Þá er einn sjúkrabíll sérstaklega notaður til þess að flytja gjörgæslusjúklinga.Vísir/Jóhann K. Sigurjón segir að þrátt fyrir þetta hafi almennum útköllum ekki seinkað. Ef upp komi neyðartilvik sé næsti bíll sendur á staðinn. Útkallstími eigi því ekki að verða lengri nema vegna þess að sjúkraflutningamenn þurfi að klæða sig í viðeigandi hlífðarbúnað. Þó segir hann að komið hafi upp tilfelli þar sem Covid-sjúklingar hafi þurft að komast upp á sjúkrahús en þurft að bíða vegna sótthreinsunar á bílum. „Við höldum sambandi við fólk til að vita stöðuna á því og það viti stöðuna á okkur,“ segir Sigurjón. Hann segir að Covid-tengd útköll verði að öllum líkindum á bilinu átta til tólf á sólarhring næstu tvær vikurnar áður en fari að hægja á þess konar útköllum, að því gefnu að þróun fjölda Covid-smita hér á landi verði í takt við þróunina síðustu daga. Eftir það muni hins vegar taka við tímabil þar sem mikið verði um flutninga vegna uppsafnaðra biðlista fyrir til að mynda aðgerðir og aðra heilbrigðisþjónustu sem hefur þurft að bíða á meðan á faraldrinum hefur staðið.
Sjúkraflutningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00 Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45 Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Covid-sjúkrabílar frábrugðnir hefðbundnum sjúkrabílum Mikið álag er á sjúkraflutningamenn vegna kórónuveirufaraldursins. Sjúkrabílum hefur verið fjölgað til þess að missa ekki úr þá sem fyrir voru vegna sótthreinsunar. 12. apríl 2020 21:00
Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. 6. apríl 2020 19:45
Samþykktu kjarasamninginn með yfirburðum Nýr kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með miklum yfirburðum í rafrænni kosningu sem lauk í dag. 6. apríl 2020 15:01