Innlent

Halda leitinni að Söndru Líf áfram í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Um 170 manns tóku þátt í leit gærdagsins.
Um 170 manns tóku þátt í leit gærdagsins. Vísir/Bjarni

Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær.

Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag.

Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni.

Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru.

Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...

Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×