Algjört tekjufall hjá leiðsögumönnum og takmarkaðar bætur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2020 15:19 Óttast er að leiðsögumenn hafi ekki atvinnu næstu þrjá mánuði hið minnsta enda hefur alveg verið skrúfað fyrir ferðamannastrauminn. Vísir/getty Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira