Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2020 19:30 Íslensk fyrirtæki þurfa að kaupa upprunavottorð til að sýna fram á að vörur þeirra séu framleiddar með grænni orku. vísir/vilhelm Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Undanfarin átta ár hafa íslensk orkufyrirtæki getað selt svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Þetta þýðir að opinberlega framleiða Íslendingar 55 prósent orku sinnar með jarðefnaeldsneyti eins og kolum og olíu, 34 prósent með kjarnorku en aðiens 11 prósent með endurnýjanlegum hætti, þótt raunin sé að hér sé nánast öll orka framleidd þannig. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þau vilja að sölu þessara upprunaábyrgða verði hætt. Aðeins ellefu prósent af þeirri orku sem Íslendingar framleiða opinberlega er með endurnýjanlegum hætti.vísir „Þetta er vissulega evrópsk löggjöf sem við innleiðum hér á landi. Hins vegar er þetta valkvætt. Það er að segja að það er val fyrirtækjanna að selja þessar ábyrgðir,“ segir Sigurður. Þar er stærsti raforkuframleiðandinn Landsvirkjun atkvæðamest með um 900 milljónir í tekjur af sölunni í fyrra og önnur orkufyrirtæki með um 300 milljónir. Í stóra samhenginu segir Sigurður þessar tekjur því ekki mikilvægar en ímynd gæða og hreinleika sé hins vegar verðmæt. Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins.vísir/Egill „Til þess að auka virði þeirra vara sem við framleiðum og auka eftirspurn. Þannig að ávinningurinn er svo sannarlega mikill og það gildir ekki bara um orkusækinn iðnað. Það gildir um allt sem héðan kemur. Hvort sem það er sjávarfang eða ferðaþjónustan eða aðrar útflutningsgreinar,“ segir framkvæmdastjóri SI. Í dag þurfi öll fyritæki á Íslandi sem noti mikla raforku að kaupa sér upprunavottorð vilji þau tiltaka að afurðir þeirra séu framleiddar með grænni orku. „Þarna erum við nákvæmlega að tala um samkeppnisforskot Íslands. Með þessum gjörningum er auðvitað verið að grafa undan þessu forskoti okkar. Sem er óskiljanlegt,“ segir Sigurður Hannesson.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira