Faraldurinn hefur náð hápunkti Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 14:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna þar sem hann lýsti því að faraldurinn hefði náð hámarki í dag. Lögreglan Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira