Faraldurinn hefur náð hápunkti Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 14:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna þar sem hann lýsti því að faraldurinn hefði náð hámarki í dag. Lögreglan Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira