Faraldurinn hefur náð hápunkti Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 14:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna þar sem hann lýsti því að faraldurinn hefði náð hámarki í dag. Lögreglan Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. Þórólfur greindi frá því að þrjátíu ný smit hefðu greinst á milli daga á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Mörg sýni hefðu verið tekinn síðasta sólarhringinn en hlutfallslega færri greindust smitaðir nú en verið hefur. Aðeins 4,3% sýna sem voru greind á Landspítalanum voru jákvæð en hlutfallið hefur verið á bilinu 10-15%. Af sýnum sem Íslensk erfðagreining greindi var aðeins eitt jákvætt eða 0,07%. „Ég held að við getum sagt að við séum búin að ná toppinum núna,“ sagði Þórólfur. Fjöldi þeirra sem batnar er nú meiri en nýsmitaðra og sagði Þórólfur þannig að svonefndur grunnsmitstuðull veirunnar sem rætt hefur verið um væri kominn niður fyrir einn. Faraldurinn væri á niðurleið. Varaði Þórólfur þó við því að að lítið þyrfti út af bregða til að nýsmitum fjölgaði aftur ef fólk hætti að gæta að sér. Áfram yrði fylgst grannt með þróun faraldursins, sérstaklega með tilliti til staðbundinna hópsýkninga og gripið yrði til ráðstafana ef þær kæmu upp. Alma Möller, landlæknir, tók fram að þrátt fyrir að hápunkti faraldursins hefði verið náð í smitum væri toppinum í heilbrigðisþjónustunni ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Á gjörgæsludeildum væri viðvarandi álag þar sem sjúklingar þurfa að liggja inn í vissan tíma vegna veikindanna. Samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu faraldursins eru í gildi til 4. maí. Þórólfur sagði stöðuna nú ekki gefa tilefni til að draga úr aðgerðunum. Hann telji að þeim þurfi að viðhalda áfram. Varlega þyrfti að fara í að létta á aðgerðunum vegna hættu á að faraldurinn gæti blossað aftur upp síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá upptöku frá upplýsingafundinum fyrr í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent