Innlent

Fyrstu fyrrverandi hjónin sem sitja saman á Alþingi

Jakob Bjarnar skrifar
Ágúst Ólafur og Þorbjörg Sigríður eiga saman þrjár dætur sem verða þá, eftir því sem næst verður komist, fyrstu börnin sem eiga báða foreldra á þingi samtímis.
Ágúst Ólafur og Þorbjörg Sigríður eiga saman þrjár dætur sem verða þá, eftir því sem næst verður komist, fyrstu börnin sem eiga báða foreldra á þingi samtímis. visir/Vilhelm/Friðrik Þór

Eins og frá var greint í morgun hefur Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagt sig frá þingmennsku. Í stað hans kemur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, og tekur sæti á þingi. 

Þetta er sögulegt en eftir því sem næst verður komist eru dætur hennar þrjár þá þar með fyrstu börnin sem eiga foreldra sem bæði sitja á þingi.

Barnsfaðir Þorbjargar Sigríðar er Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar. Þau skildu fyrir nokkrum árum.  Eða eins og segir á alþingisvefnum um Ágúst Ólaf: „Maki: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (fædd 23. maí 1978) lögfræðingur. Þau skildu. […]Dætur: Elísabet Una (2002), Kristrún (2005), María Guðrún (2012).“

Fyrrverandi hjónin Ágúst Ólafur og Þorbjörg Sigríður sitja þá á þingi hvort fyrir sinn flokkinn, Viðreisn og Samfylkingu, en eru samherjar í stjórnarandstöðu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þau því fyrstu fyrrverandi hjónin sem sitja saman á Alþingi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.