Þorbjörg Sigríður fyllir skarð Þorsteins í þingflokki Viðreisnar Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Viðreisn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu. Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu.
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09