Lífið

Tónleikum Andrea Bocelli frestað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur.
Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur. GETTY/PIETRO D'APRANO

Tónleikarnir með Andrea Bocelli sem áttu að fara fram 23. maí í Kórnum hafa verið færðir til 3. október 2020, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Það segir að allir miðar gildi áfram á tónleikana 3. október og ekki þurfi að sækja sér nýja miða.

„Ef þessi nýja dagsetning hentar ekki þá eiga miðahafar rétt á fullri endurgreiðslu. Til þess að fá endurgreitt þarf að fara fram á það við miðasölu með því að senda tölvupóst á info@tix.is. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þessi breyting kann að valda,“ segir í tilkynningunni frá Senu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.