Lífið

Tónleikum Andrea Bocelli frestað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur.
Andrea Bocelli er magnaður söngvari og heldur betur heimsþekktur. GETTY/PIETRO D'APRANO

Tónleikarnir með Andrea Bocelli sem áttu að fara fram 23. maí í Kórnum hafa verið færðir til 3. október 2020, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Það segir að allir miðar gildi áfram á tónleikana 3. október og ekki þurfi að sækja sér nýja miða.

„Ef þessi nýja dagsetning hentar ekki þá eiga miðahafar rétt á fullri endurgreiðslu. Til þess að fá endurgreitt þarf að fara fram á það við miðasölu með því að senda tölvupóst á info@tix.is. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þessi breyting kann að valda,“ segir í tilkynningunni frá Senu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.