Nýta megi tímann til að byggja upp „Ísland í uppfærslu 2.0“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 17:44 Það snjóaði á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, við ráðherrabústaðinn í dag. vísir/sigurjón Það væri heillavænlegt ef Íslendingum tækist að nýta núverandi ástand í efnahags- og þjóðfélagsmálum til þess að búa í haginn fyrir framtíðina að sögn fjármálaráðherra. Vonast hann þannig til þess að tímann megi nýta til þess að tryggja meiri afköst, framleiðni og samkeppnishæfni landsins, svo að úr öskunni rísi „Ísland í uppfærslu 2.0.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag, þar sem m.a. var til umræðu framtíð þingstarfa og frestun á hinum ýmsu stjórnarfrumvörpum í ljósi óvissunar um þingstörf í vor. Aðspurður um hvaða mál þar sé um að ræða sagði Bjarni að heilt yfir „skipti ekki öllu“ hvort þessi mál klárist á vorþingi eða í haust, án þess þó að nefna tiltekin mál í því samhengi. Bjarni sagði að sama skapi að engin spurning sé um að efnahagslegu áhrifin af faraldrinum séu miklu meiri en stjórnvöld sáu fyrir sér í upphafi marsmánaðar. Í þessu samhengi má t.d. nefna að umsóknir um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli, eitt úrræða sem stjórnvöld kynntu til að draga úr þörfum á uppsögnum í faraldrinum, eru nú rúmlega 31 þúsund talsins. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þær yrðu um 20 þúsund. Bjarni segir þannig að ef svartsýnni spár fyrir 2020 gangi eftir, t.d. um komu ferðamanna, þá séum „við að sjá mesta samdrátt hér í jafnvel heila öld.“ Það breyti því samt ekki að sögn Bjarna að Íslendingar þurfi að nýta tímann vel til að búa í haginn fyrir framtíðina. „Finna hvar okkar styrkleikar liggja. Gera ráðstafanir þar sem við vitum að við getum gert betur og undirbúa okkur fyrir mikla sókn þegar þessu ástandi lýkur,“ sagði Bjarni. Úr öskunni rísi sterkara og tilbúnara samfélag „Þannig að við þurfum að sýna ótrúlega hæfni til þess að bregðast við því sem er aðkallandi núna og brýnt að við leysum strax í nærtímanum, til dæmis vegna þess að fyrirtæki eru að loka hreinlega. Við þurfum að styðja menn í gegnum það tímabil þar sem samkomubannið gildir,“ sagði fjármálaráðherra ennfremur. Því eigi að nota tímann til þess að „taka til þar sem við eigum enn eftir að gera það“ með það fyrir augum að tryggja meiri afköst, framleiðni og auka samkeppnishæfni Íslands. Þannig megi tryggja það að samfélagið allt verði „sterkara og tilbúnara,“ þegar horfurnar batni. „Ég segi bara, reynum að koma út úr þessu öllu saman með Ísland í uppfærslu 2.0,“ sagði Bjarni. Viðtalið við hann má nálgast í heild hér að ofan. Þar ræðir Bjarni m.a. um það að augljóst sé að stjórnvöld þurfi að ganga lengra í viðbrögðum sínum við efnahagsþrengingunum. Róðurinn þyngist í hverri viku. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05 „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Það væri heillavænlegt ef Íslendingum tækist að nýta núverandi ástand í efnahags- og þjóðfélagsmálum til þess að búa í haginn fyrir framtíðina að sögn fjármálaráðherra. Vonast hann þannig til þess að tímann megi nýta til þess að tryggja meiri afköst, framleiðni og samkeppnishæfni landsins, svo að úr öskunni rísi „Ísland í uppfærslu 2.0.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag, þar sem m.a. var til umræðu framtíð þingstarfa og frestun á hinum ýmsu stjórnarfrumvörpum í ljósi óvissunar um þingstörf í vor. Aðspurður um hvaða mál þar sé um að ræða sagði Bjarni að heilt yfir „skipti ekki öllu“ hvort þessi mál klárist á vorþingi eða í haust, án þess þó að nefna tiltekin mál í því samhengi. Bjarni sagði að sama skapi að engin spurning sé um að efnahagslegu áhrifin af faraldrinum séu miklu meiri en stjórnvöld sáu fyrir sér í upphafi marsmánaðar. Í þessu samhengi má t.d. nefna að umsóknir um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli, eitt úrræða sem stjórnvöld kynntu til að draga úr þörfum á uppsögnum í faraldrinum, eru nú rúmlega 31 þúsund talsins. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þær yrðu um 20 þúsund. Bjarni segir þannig að ef svartsýnni spár fyrir 2020 gangi eftir, t.d. um komu ferðamanna, þá séum „við að sjá mesta samdrátt hér í jafnvel heila öld.“ Það breyti því samt ekki að sögn Bjarna að Íslendingar þurfi að nýta tímann vel til að búa í haginn fyrir framtíðina. „Finna hvar okkar styrkleikar liggja. Gera ráðstafanir þar sem við vitum að við getum gert betur og undirbúa okkur fyrir mikla sókn þegar þessu ástandi lýkur,“ sagði Bjarni. Úr öskunni rísi sterkara og tilbúnara samfélag „Þannig að við þurfum að sýna ótrúlega hæfni til þess að bregðast við því sem er aðkallandi núna og brýnt að við leysum strax í nærtímanum, til dæmis vegna þess að fyrirtæki eru að loka hreinlega. Við þurfum að styðja menn í gegnum það tímabil þar sem samkomubannið gildir,“ sagði fjármálaráðherra ennfremur. Því eigi að nota tímann til þess að „taka til þar sem við eigum enn eftir að gera það“ með það fyrir augum að tryggja meiri afköst, framleiðni og auka samkeppnishæfni Íslands. Þannig megi tryggja það að samfélagið allt verði „sterkara og tilbúnara,“ þegar horfurnar batni. „Ég segi bara, reynum að koma út úr þessu öllu saman með Ísland í uppfærslu 2.0,“ sagði Bjarni. Viðtalið við hann má nálgast í heild hér að ofan. Þar ræðir Bjarni m.a. um það að augljóst sé að stjórnvöld þurfi að ganga lengra í viðbrögðum sínum við efnahagsþrengingunum. Róðurinn þyngist í hverri viku.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05 „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05
„Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00
Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51