Nýta megi tímann til að byggja upp „Ísland í uppfærslu 2.0“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 17:44 Það snjóaði á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, við ráðherrabústaðinn í dag. vísir/sigurjón Það væri heillavænlegt ef Íslendingum tækist að nýta núverandi ástand í efnahags- og þjóðfélagsmálum til þess að búa í haginn fyrir framtíðina að sögn fjármálaráðherra. Vonast hann þannig til þess að tímann megi nýta til þess að tryggja meiri afköst, framleiðni og samkeppnishæfni landsins, svo að úr öskunni rísi „Ísland í uppfærslu 2.0.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag, þar sem m.a. var til umræðu framtíð þingstarfa og frestun á hinum ýmsu stjórnarfrumvörpum í ljósi óvissunar um þingstörf í vor. Aðspurður um hvaða mál þar sé um að ræða sagði Bjarni að heilt yfir „skipti ekki öllu“ hvort þessi mál klárist á vorþingi eða í haust, án þess þó að nefna tiltekin mál í því samhengi. Bjarni sagði að sama skapi að engin spurning sé um að efnahagslegu áhrifin af faraldrinum séu miklu meiri en stjórnvöld sáu fyrir sér í upphafi marsmánaðar. Í þessu samhengi má t.d. nefna að umsóknir um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli, eitt úrræða sem stjórnvöld kynntu til að draga úr þörfum á uppsögnum í faraldrinum, eru nú rúmlega 31 þúsund talsins. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þær yrðu um 20 þúsund. Bjarni segir þannig að ef svartsýnni spár fyrir 2020 gangi eftir, t.d. um komu ferðamanna, þá séum „við að sjá mesta samdrátt hér í jafnvel heila öld.“ Það breyti því samt ekki að sögn Bjarna að Íslendingar þurfi að nýta tímann vel til að búa í haginn fyrir framtíðina. „Finna hvar okkar styrkleikar liggja. Gera ráðstafanir þar sem við vitum að við getum gert betur og undirbúa okkur fyrir mikla sókn þegar þessu ástandi lýkur,“ sagði Bjarni. Úr öskunni rísi sterkara og tilbúnara samfélag „Þannig að við þurfum að sýna ótrúlega hæfni til þess að bregðast við því sem er aðkallandi núna og brýnt að við leysum strax í nærtímanum, til dæmis vegna þess að fyrirtæki eru að loka hreinlega. Við þurfum að styðja menn í gegnum það tímabil þar sem samkomubannið gildir,“ sagði fjármálaráðherra ennfremur. Því eigi að nota tímann til þess að „taka til þar sem við eigum enn eftir að gera það“ með það fyrir augum að tryggja meiri afköst, framleiðni og auka samkeppnishæfni Íslands. Þannig megi tryggja það að samfélagið allt verði „sterkara og tilbúnara,“ þegar horfurnar batni. „Ég segi bara, reynum að koma út úr þessu öllu saman með Ísland í uppfærslu 2.0,“ sagði Bjarni. Viðtalið við hann má nálgast í heild hér að ofan. Þar ræðir Bjarni m.a. um það að augljóst sé að stjórnvöld þurfi að ganga lengra í viðbrögðum sínum við efnahagsþrengingunum. Róðurinn þyngist í hverri viku. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05 „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Það væri heillavænlegt ef Íslendingum tækist að nýta núverandi ástand í efnahags- og þjóðfélagsmálum til þess að búa í haginn fyrir framtíðina að sögn fjármálaráðherra. Vonast hann þannig til þess að tímann megi nýta til þess að tryggja meiri afköst, framleiðni og samkeppnishæfni landsins, svo að úr öskunni rísi „Ísland í uppfærslu 2.0.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag, þar sem m.a. var til umræðu framtíð þingstarfa og frestun á hinum ýmsu stjórnarfrumvörpum í ljósi óvissunar um þingstörf í vor. Aðspurður um hvaða mál þar sé um að ræða sagði Bjarni að heilt yfir „skipti ekki öllu“ hvort þessi mál klárist á vorþingi eða í haust, án þess þó að nefna tiltekin mál í því samhengi. Bjarni sagði að sama skapi að engin spurning sé um að efnahagslegu áhrifin af faraldrinum séu miklu meiri en stjórnvöld sáu fyrir sér í upphafi marsmánaðar. Í þessu samhengi má t.d. nefna að umsóknir um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli, eitt úrræða sem stjórnvöld kynntu til að draga úr þörfum á uppsögnum í faraldrinum, eru nú rúmlega 31 þúsund talsins. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þær yrðu um 20 þúsund. Bjarni segir þannig að ef svartsýnni spár fyrir 2020 gangi eftir, t.d. um komu ferðamanna, þá séum „við að sjá mesta samdrátt hér í jafnvel heila öld.“ Það breyti því samt ekki að sögn Bjarna að Íslendingar þurfi að nýta tímann vel til að búa í haginn fyrir framtíðina. „Finna hvar okkar styrkleikar liggja. Gera ráðstafanir þar sem við vitum að við getum gert betur og undirbúa okkur fyrir mikla sókn þegar þessu ástandi lýkur,“ sagði Bjarni. Úr öskunni rísi sterkara og tilbúnara samfélag „Þannig að við þurfum að sýna ótrúlega hæfni til þess að bregðast við því sem er aðkallandi núna og brýnt að við leysum strax í nærtímanum, til dæmis vegna þess að fyrirtæki eru að loka hreinlega. Við þurfum að styðja menn í gegnum það tímabil þar sem samkomubannið gildir,“ sagði fjármálaráðherra ennfremur. Því eigi að nota tímann til þess að „taka til þar sem við eigum enn eftir að gera það“ með það fyrir augum að tryggja meiri afköst, framleiðni og auka samkeppnishæfni Íslands. Þannig megi tryggja það að samfélagið allt verði „sterkara og tilbúnara,“ þegar horfurnar batni. „Ég segi bara, reynum að koma út úr þessu öllu saman með Ísland í uppfærslu 2.0,“ sagði Bjarni. Viðtalið við hann má nálgast í heild hér að ofan. Þar ræðir Bjarni m.a. um það að augljóst sé að stjórnvöld þurfi að ganga lengra í viðbrögðum sínum við efnahagsþrengingunum. Róðurinn þyngist í hverri viku.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05 „Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00 Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu. 7. apríl 2020 17:05
„Þetta er mjög djúp kreppa“ 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. 5. apríl 2020 20:00
Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51