Lamdi konuna sína úti á götu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 11:30 Útkall lögreglunnar í gærkvöldi vegna gruns um heimilisofbeldi var fyrir vestan Tjörnina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira