Fótbolti

Kári um Arnar: Hann er á allt öðru „leveli“ en þessir gæjar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til bikarmeistaratitils síðasta sumar.
Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til bikarmeistaratitils síðasta sumar. vísir/bára

Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins og Víkinga í Pepsi Max-deild karla, segir Arnar Gunnlaugsson afar frambærilegan og efnilegan þjálfara en Arnar þjálfar bikarmeistara Víkings.

Kári spilaði með bikarmeisturunum hér heima á síðustu leiktíð en það var jafnframt fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari Víkinga. Landsliðsmiðvörðurinn ber honum söguna vel.

„Hann er miklu frambærilegri en margir þjálfarar sem ég hef spilað fyrir hjá félagsliðum. Alveg 100%. Hann er taktískt gríðarlega klár og kemur því vel frá sér,“ sagði Kári.

Hann segir að taktíkin í Englandi og Skotlandi hafi ekki verið upp á marga fiska en Kári lék þar um árabil.

„Ég var vanur því í Englandi og á Skotlandi að það var verið að hræða menn að spila fótbolta. Þeir áttu að gera nákvæmlega það sem þeim var sagt. Það gekk stundum, ef þú varst með nógu góða fótboltamenn þá gekk það upp.“

„Hann er á allt öðru „leveli“ en þessir gæjar. Hann er mjög frambærilegur og efnilegur þjálfari,“ sagði Kári.

Klippa: Sportið í dag - Kári um Arnar

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×