Fótbolti

Þurfa ekki að leita að stjóra með stórt nafn því þeir eru með hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn fær stuðning frá nágranna sínum í Danmörku.
Norðmaðurinn fær stuðning frá nágranna sínum í Danmörku. VÍSIR/GETTY

Danska goðsögnin hjá Manchester United, Peter Schmeichel, segir að United þurfi ekki að finna annan stjóra sem er með stórt nafn því þeir eru með þann mann í brúnni í dag; Ole Gunnar Solskjær.

United og Solskjær voru á góðu skriði áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. Liðið hafði farið í gegnum ellefu leiki í öllum keppnum án þess að tapa og voru á góðu skriði inn í Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.

„Mer finnst Ole hafa verið stórkostlegur. Ég krosslegg fingur að allir í stjórninni og þeir sem eiga félagið sjá það sama. Að þeir séu ánægðir með það sem þeir eru með í höndunum og þurfa ekki að leita að öðrum stóra með stórt nafn,“ sagði Schmeichel.

„Við erum með stjóra með stórt nafn. Ole Gunnar Solskær er eitt stærsta nafnið í sögu Manchester Unitd svo við þurfum ekki neinn annan. Ole er að láta þá rúlla vel. Þeir höfðu farið í gegnum ellefu leiki án þess að tapa áður en öllu var lokað. Það var ekki gott því starfið sem Ole var búinn að vinna var frábært starf.“

„Mér finnst að honum hafi ekki verið gefinn sá hópur til þess að gera það sem hann vildi gera. Hann vissi strax að þetta myndi taka tíma og hann notaði þann tíma vel. Ég held að flestir leikmennirnir sem hann vissi að þyrftu að fara, séu farnir.“

„Leikmennirnir sem hann keypti inn eru góðir á þeim mælikvarða sem þeir þurfa að vera. Mér finnst United hafa verið mjög góðir á þessari leiktíð; að koma með nýja menn inn í liðið og eru enn í baráttunni um að koma liðinu í Meistaradeildina.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.