Fótbolti

Fyrrum stjóri Real og Barcelona látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Radomir Antic er látinn eftir flottan feril sem bæði leikmaður og þjálfari.
Radomir Antic er látinn eftir flottan feril sem bæði leikmaður og þjálfari. vísir/getty

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn, Serbinn Radomir Antic er látinn, 71 árs að aldri. Hann lék meðal annars með Partizan, Real Zaragoza og Luton á sínum ferli.

Hann stýrði svo meðal annars Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á sínum ferli en náði bestum árangri hjá síðastnefnda liðinu er hann vann deild og bikar tímabilið 1995/1996.

Serbinn þjálfaði Atletico frá 1995 til 2000 með þremur hléum en þar áður var hann hjá Real Madrid tímabilið 1991/1992. hann er einungis annar í sögunni til þess að stýra bæði Real Madrid og Barcelona á eftir Enrique Fernandez Viola.

Hann stýrði Barcelona tímabilið 2003 þar sem hann tók við í janúarmánuði eftir að félagið ákvað að segja Louis van Gaal upp störfum.

Síðasta starf hans í fótboltanum var í Kína þar sem hann stýrði Hebei China Fortune árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.