Erlent

Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata

Andri Eysteinsson skrifar
Þinghúsið í Madison í Wisconsin.
Þinghúsið í Madison í Wisconsin. Getty/Phil Roeder

Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að fresta valinu vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá.

Vegna faraldursins hafði ríkisstjóri Wisconsin, demókratinn Tony Evers gert tilraun til þess að fresta kosningunum á milli frambjóðendanna Joe Biden og Bernie Sanders. Sanders hafði einnig kallað eftir því að forvalinu yrði frestað vegna smithættu. Evers hafði áður verið mótfallinn því að færa kosninguna en skipti um skoðun og vildi fresta henni til 9. Júní næstkomandi.

Sagði ríkisstjórinn að um væri að ræða síðasta mögulega úrræðið til að fresta framkvæmd kosninganna. Allt kemur þó fyrir ekki því hæstiréttur Wisconsin ríkis úrskurðaði í dag að Evers skorti völdin til þess að taka ákvörðun sem þessa einn síns liðs. Ákvörðunin væri því ógild en meirihluti dómstólsins var þeirrar skoðunar. Af sjö dómurum eru 5 skipaðir af Repúblikönum en 2 af demókrötum. Einn dómara greiddi ekki atkvæði og féll dómur með meirihluta atkvæða 4-2.

Joe Biden er enn talinn líklegastur til að hreppa tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar þar sem hann myndi þá mæta sitjandi forseta, Donald Trump.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.