Innlent

Akra­nes­kaup­staður kynnir að­gerða­pakka vegna CO­VID-19

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum kórónuveirunnar.
Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Egill

Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar og munu þær hefjast á fjórtán skrefum. Heildarumsvif þeirra nema 3.380 milljónum króna. Aðgerðunum er skipt upp í þrjá þætti; varnir til að aflétta óvissu innan samfélagsins; vernd til að vernda grunnstoðir samfélagsins; og viðspyrna til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra. Þetta kynnir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, á Facebook-síðu sinni.

Frestur verður gefinn á greiðslu fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis auk frests á innheimtu gatnagerðargjalda og tengdum þjónustugjöldum auk þess sem sveigjanleiki verður aukinn í innheimtu og á gjaldfresti. Þá verða gjöld á leikskólum, grunnskólum og frístund í Þorpinu lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu.

Tryggja á virkt samtal milli bæjarstjórnar, íbúa og fyrirtækja, efla velferðarþjónustu og styðja við heilsueflingu, íþróttastarf, menningu og listir. Gildistími þrek- og sundkorta verður einnig framlengdur og velferðarþjónusta efld.

Farið verður í markaðsátak á Akranesi og verður það meðal annars gert með þátttöku í markaðsátaki stjórnvalda og Íslandsstofu til „Eflingar ferðaþjónustunnar 2020.“ Þá á að nýta nýsköpun og tækni við innleiðingu rafrænnar þjónustu.

Fjárveiting til framkvæmda og til viðhaldsverkefna verður aukin og tryggja á störf með uppbyggingu húsnæðis til leigu fyrir aldraða, fatlaða og á almennum markaði auk þess sem að fjölga á atvinnutækifærum sömuleiðis.

Hægt er að horfa á kynningu Sævars Freys á aðgerðapakkanum í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.