Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. apríl 2020 19:35 Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. Í því máli kom ekki upp grunur um saknæmt athæfi fyrr en fjórum dögum eftir dauða konunnar. Tilkynning um málið í Hafnarfirði barst lögreglu klukkan hálf tvö í nótt og þegar lögregla kom á vettvang var konan látin. Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru handteknir vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist fólkið fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að konan hafi verið stungin. Ekki hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum en það skýrist í kvöld að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið. Þetta er annað andlátið sem rannsakað er sem sakamál á mjög skömmum tíma. Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana. Þann 28. mars síðastliðinn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að kona á sextugsaldri hefði látist heima hjá sér í Sandgerði. Rannsóknarlögreglumaður fór þegar á staðinn, ásamt presti og lækni sem úrskurðaði hana látna. Lögreglunni brugðið þegar tilkynning barst um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað Það var ekki fyrr en fjórum dögum seinna að maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina en það var eftir að niðurstaða krufningar lá fyrir en hún leiddi í ljós að sterkar líkur væru á því að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á maðurinn hafi þrengt að öndunarvegi konunnar. Tvö andlát eru nú rannsökuð sem sakamál en grunur liggur á að fjölskyldumeðlimir kvennanna hafi orðið þeim að bana.Vísir/Sigurjón „Þetta er afgreitt eins og venjulegt andlát í heimahúsi og það er síðan síðar sem kemur í ljós. það er réttarmeinafræðingur sem gefur ábendingu um að eitthvað annað kunni að hafa átt sér stað,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Við fyrstu hafi ekkert bent til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkrastofnun. „Þegar við fáum tilkynningu um að eitthvað saknæmt kunni að vera á ferðinni að okkur er mjög brugðið og við veltum því fyrir okkur hvort við höfum gert einhver mistök en það er ekki að sjá að svo hafi verið.“ Lögregla hafi fylgt gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. Enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að tíminn sem maðurinn var laus hafi spillt rannsókninni sem miðar vel. Rannsókn er nú í fullum gangi. Fólk hvatt til að vera á varðbergi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Ólafur Helgi segist hafa áhyggjur af því að meira kunni að vera um heimilisofbeldi þó embættið sé ekki farið að merkja það. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur. Fleiri lögregluembætti hafa hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Rannsóknir hafa sýnt að meira er um heimilisofbeldi á tímum sem þessum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún tæki undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Hún segir ekki að Kvennaathvarfið hafi orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt vona á því: „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Heimilisofbeldi Manndráp í Sandgerði Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni. 6. apríl 2020 10:06 Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins 4. apríl 2020 22:52 Megum gera ráð fyrir að fjarvinnan reyni á hjóna- og parsambönd Fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni hefur áhrif á hjóna- og parsambönd segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi. 6. apríl 2020 09:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. Í því máli kom ekki upp grunur um saknæmt athæfi fyrr en fjórum dögum eftir dauða konunnar. Tilkynning um málið í Hafnarfirði barst lögreglu klukkan hálf tvö í nótt og þegar lögregla kom á vettvang var konan látin. Tveir karlar, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru handteknir vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist fólkið fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að konan hafi verið stungin. Ekki hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum en það skýrist í kvöld að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið. Þetta er annað andlátið sem rannsakað er sem sakamál á mjög skömmum tíma. Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana. Þann 28. mars síðastliðinn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að kona á sextugsaldri hefði látist heima hjá sér í Sandgerði. Rannsóknarlögreglumaður fór þegar á staðinn, ásamt presti og lækni sem úrskurðaði hana látna. Lögreglunni brugðið þegar tilkynning barst um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað Það var ekki fyrr en fjórum dögum seinna að maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina en það var eftir að niðurstaða krufningar lá fyrir en hún leiddi í ljós að sterkar líkur væru á því að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á maðurinn hafi þrengt að öndunarvegi konunnar. Tvö andlát eru nú rannsökuð sem sakamál en grunur liggur á að fjölskyldumeðlimir kvennanna hafi orðið þeim að bana.Vísir/Sigurjón „Þetta er afgreitt eins og venjulegt andlát í heimahúsi og það er síðan síðar sem kemur í ljós. það er réttarmeinafræðingur sem gefur ábendingu um að eitthvað annað kunni að hafa átt sér stað,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Við fyrstu hafi ekkert bent til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkrastofnun. „Þegar við fáum tilkynningu um að eitthvað saknæmt kunni að vera á ferðinni að okkur er mjög brugðið og við veltum því fyrir okkur hvort við höfum gert einhver mistök en það er ekki að sjá að svo hafi verið.“ Lögregla hafi fylgt gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. Enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að tíminn sem maðurinn var laus hafi spillt rannsókninni sem miðar vel. Rannsókn er nú í fullum gangi. Fólk hvatt til að vera á varðbergi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Ólafur Helgi segist hafa áhyggjur af því að meira kunni að vera um heimilisofbeldi þó embættið sé ekki farið að merkja það. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur. Fleiri lögregluembætti hafa hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan COVID-faraldurinn gengur yfir. Rannsóknir hafa sýnt að meira er um heimilisofbeldi á tímum sem þessum. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún tæki undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Hún segir ekki að Kvennaathvarfið hafi orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt vona á því: „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Heimilisofbeldi Manndráp í Sandgerði Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni. 6. apríl 2020 10:06 Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins 4. apríl 2020 22:52 Megum gera ráð fyrir að fjarvinnan reyni á hjóna- og parsambönd Fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni hefur áhrif á hjóna- og parsambönd segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi. 6. apríl 2020 09:15 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni. 6. apríl 2020 10:06
Óttast aukið heimilisofbeldi og hafa sérstakar áhyggjur af stöðu barna Heimilisofbeldi hefur aukist um allt að fjörutíu prósent í öðrum löndum þegar djúpstæður vandi steðjar að og óttast lögreglan að þróunin hér gæti orðið svipuð í ljósi faraldursins 4. apríl 2020 22:52
Megum gera ráð fyrir að fjarvinnan reyni á hjóna- og parsambönd Fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni hefur áhrif á hjóna- og parsambönd segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi. 6. apríl 2020 09:15