Fótbolti

Kári Árnason um frestun EM um eitt ár: Tekur þetta úr mínum eigin höndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018.
Kári Árnason í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að hætta í haust eins og hann var búinn að plana. Ástæðan er frestun EM fram á næsta sumar.

Kári Árnason mætti til Henrys Birgis Gunnarsson og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór meðal annars yfir frestun umspilsleikjanna um sæti á EM. Kári er elsti leikmaður landsliðsins og frestun um eitt ár kemur ekki síst niður á honum.

„Ég var náttúrulega búinn að sjá þetta fyrir mér á ákveðinn hátt. Þetta tekur þetta kannski úr manns eigin höndum,“ sagði Kári Árnason.

„Allt í einu stjórna ég því ekki sjálfur hvort ég fái að hanga með eða hvað. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér að við í landsliðinu myndum klára þetta í vor og fara á EM. Svo myndum við í Víkingi verða Íslandsmeistarar og ég myndi kveðja,“ sagði Kári.

„Það er svolítið breytt og ég vona bara að Íslandsmótið verði spilað. En engu að síður ef við komust á EM þá ætla ég að reyna mitt allra besta að fá að fara með,“ sagði Kári.

Kári ætlar því ekki að hætta í haust takist íslenska liðinu að komast í gegnum umspilið og tryggja sér sæti á EM 2021.

Klippa: Sportið í dag - Kári um frestum EM

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.