Fótbolti

Kári Árnason um frestun EM um eitt ár: Tekur þetta úr mínum eigin höndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018.
Kári Árnason í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að hætta í haust eins og hann var búinn að plana. Ástæðan er frestun EM fram á næsta sumar.

Kári Árnason mætti til Henrys Birgis Gunnarsson og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór meðal annars yfir frestun umspilsleikjanna um sæti á EM. Kári er elsti leikmaður landsliðsins og frestun um eitt ár kemur ekki síst niður á honum.

„Ég var náttúrulega búinn að sjá þetta fyrir mér á ákveðinn hátt. Þetta tekur þetta kannski úr manns eigin höndum,“ sagði Kári Árnason.

„Allt í einu stjórna ég því ekki sjálfur hvort ég fái að hanga með eða hvað. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér að við í landsliðinu myndum klára þetta í vor og fara á EM. Svo myndum við í Víkingi verða Íslandsmeistarar og ég myndi kveðja,“ sagði Kári.

„Það er svolítið breytt og ég vona bara að Íslandsmótið verði spilað. En engu að síður ef við komust á EM þá ætla ég að reyna mitt allra besta að fá að fara með,“ sagði Kári.

Kári ætlar því ekki að hætta í haust takist íslenska liðinu að komast í gegnum umspilið og tryggja sér sæti á EM 2021.

Klippa: Sportið í dag - Kári um frestum EM

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.