Innlent

Sjö sjúk­lingar og tíu starfs­menn á Landa­koti með smit

Eiður Þór Árnason skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan

Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

Smitrakning hefur farið fram en ekki virðist sem að starfsmenn hafi smitast af sjúklingum að sögn Páls. Væntanlega sé um smit úr samfélaginu að ræða eða á milli starfsfólks.

Landspítalinn lokaði fyrir frekari innlagnir á Landakot þegar að smit greindust fyrst hjá starfsmönnum og sjúkling í mars. Um mánaðamótin var svo aftur opnað fyrir innlagnir á aðrar deildir en þar sem smit voru.

Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. 

Alls eru nú 110 starfsmenn Landspítala í sóttkví og 25 í einangrun vegna veirunnar. Páll sagði ekki vera nein merki um það að starfsmenn á Landspítalanum hafi smitast af sjúklingum.

Upptöku og textalýsingu frá upplýsingafundinum í dag má nálgast hér

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Fleiri starfsmenn á Landakoti reyndust smitaðir

Alls hafa fjórir starfsmenn á öldrunarspítalanum Landakoti greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirmaður smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi.

Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir

Tekið hefur verið fyrir innlagnir á öldrunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar og Rjóðrinu á barnaspítalanum verður lokað næstu daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.