Innlent

Fleiri starfsmenn á Landakoti reyndust smitaðir

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Öldunardeild Landspítalans er á Landakoti. 
Öldunardeild Landspítalans er á Landakoti.  Vísir/Vilhelm

Alls hafa fjórir starfsmenn á öldrunarspítalanum Landakoti greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirmaður smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi.

Landspítalinn bannaði í gær frekari innlagnir á Landakoti eftir að smit greindust bæði í starfsmönnum og sjúklingi. Þá lá ekki fyrir ákvörðun um hvort eða hvernig starfsemi á spítalanum yrði skert frekar.

„Það hefur komið á daginn að það eru fleiri starfsmenn smitaðir og við erum að halda áfram með þetta fyrirkomulag sem við settum í gær. Við lokðum fyrir innlagnir og það voru einhverjir sem fóru heim til sín í sóttkví,“ segir Már.

Þeir sem eru smitaðir séu komnir heim til sín í einangrun.

Til skoðunar er hvort fleiri sjúklingar hafi smitast. Ekki sé vitað af fleirum.

„Ekki umfram þennan eina sjúkling sem okkur er kunnugt um en markmið okkar er að ganga úr skugga um hvort svo er eða ekki.“


Tengdar fréttir

Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir

Tekið hefur verið fyrir innlagnir á öldrunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar og Rjóðrinu á barnaspítalanum verður lokað næstu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×