Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2020 10:00 Garpur Elísabetarson hefur síðustu 12 daga ferðast hringinn í kringum Ísland, aleinn á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt. Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt.
Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Sjá meira