Fótbolti

Fyrir­liðarnir tala saman á What­sApp: Einn kallaði launa­lækkunina ó­geðs­lega

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Henderson er fyrirliði toppliðsins Liverpool og Harry Maguire er fyrirliði Manchester United.
Jordan Henderson er fyrirliði toppliðsins Liverpool og Harry Maguire er fyrirliði Manchester United.

Fyrirliðar allra liða í ensku úrvalsdeildinni skiptast á skilaboðum á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem þeir ræða stöðuna sem upp er komin í fótboltanum en flest lið hafa beðið leikmenn sína um að taka á sig launalækkanir.

Leikmenn margra liða eru taldir mjög ósáttir hvernig forráðamenn félaganna hafi komið fram við þá og beðið þá um að taka á sig miklar launalækkanir. Talið er að öll félögin hafi beðið leikmennina um að taka á sig 30% launalækkun.

Einn fyrirliðinn á samkvæmt Daily Mail að hafa lýst framferði forráðamannanna sem ógeðslegri. Leikmennirnir eru taldir meira en reiðubúnir til þess að leggja baráttunni lið en vilja ekki að launalækkanirnar rati beint í vasa eiganda liðanna.

Talið er að félögin í enska boltanum muni að endingu tapa rúmlega milljarði punda taki leikmennirnir ekki á sig lækkanir en nú ræða fyrirliðarnir hvernig sé best að snúa sér í þessu erfiðu máli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.