Innlent

Grunur um að fjórði íbúinn á Bergi sé smitaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Bergi eru með Covid 19 og grunur leikur á að fjórði íbúinn sé með sjúkdóminn. 
Þrír íbúar á hjúkrunarheimilinu Bergi eru með Covid 19 og grunur leikur á að fjórði íbúinn sé með sjúkdóminn.  Vísir

Í gærkvöldi höfðu greinst 36 kórónuveirusmit á Vestfjörðum og hefur þeim fjölgað nokkuð síðustu daga. Auk þess sem smitin eru í Bolungarvík og á Ísafirði hafa nú smit einnig greinst í Súðavík-, á Ströndum, og í Reykhólasveit.Alls eru 345 íbúar á Vestfjörðum í sóttkví.

Gylfi Ólafsson.

Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir ástandið í Bolungarvík alvarlegt.

„Á hjúkrunarheimilinu Bergi eru 3 veikir og einn í viðbót er með einkenni og kominn í einangrun.  Sjö aðrir íbúar eru í sóttkví. Stór hluti starfsmanna er í sóttkví og í þeim hópi er einnig farið að bera á einkennum.  Það verður því sýnataka aftur hér í síðasta lagi í fyrramálið,“ segir Gylfi.

Starfsfólk úr bakvarðasveit hefur verið kallað inn til að manna vaktir á Bergi en ennþá vantar hjúkrunarfræðinga. 

„Sérstaklega er álagið mikið í Bolungarvík og ástandið þar er alvarlegt. Bæði vegna sýkingar hjá íbúum og vegna veikinda starfsmanna,“ segir Gylfi. 


Tengdar fréttir

Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu

Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum.

Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum

Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×