Innlent

Fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut

Eiður Þór Árnason skrifar
Unnið að því að fjarlægja bifreiðina.
Unnið að því að fjarlægja bifreiðina. Vísir/Egill

Einn var fluttur slasaður á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut við Grensásveg í Reykjavík nú í kvöld. 

Tilkynning barst um atvikið um klukkan 17:30 og var lögregla og slökkvilið sent á vettvang. 

Ekki liggja fyrir upplýsingar um málsatvik en svo virðist sem að bílstjórinn hafi keyrt í gegnum girðingu sem aðskilur aksturstefnur. Hann olli ekki skemmdum á öðrum bifreiðum. 

Unnið var að því að fjarlægja bifreiðina af vettvangi á sjötta tímanum í kvöld.  

Vísir/egill
Vísir/egill


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.